Skemmtikvöld á Hrafnistu.

Skemmtikvöld á Hrafnistu.


Fimmtudaginn 21. mars voru Heklufélagar með skemmtikvöld á Hrafnistu Reykjavík.
Að venju voru fengnir góðir og þekktir skemmtikraftar og var þema kvöldsins Vínartónlist,
Austurrískir borðfánar ásamt skreytingum og var þá að sjálfsögðu vínarsnitsel í matinn hjá
fólkinu, íbúum Hrafnistu.
Hlín Pétursdóttir Behrens óperusöngkona sá um sönginn og Hrefna Eggertsdóttir lék á píanó.
Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir sagði skemmtisögur úr Skagafirði.
Dregnir voru út 25 vinningar í happadrættinu, klukkur, vín og páskaegg. Um 120 mans voru í salnum og
að lokum var það hljómsveit Hjördísar Geirsdóttur sem lék fyrir dansi.
Mjög vel heppnuð skemmtun að mati allra.

Með Kiwanis kveðju.
Birgir Benediktsson
forseti Heklu.