Svæðisráðstefna í Sögusvæði

Svæðisráðstefna í Sögusvæði


Svæðisráðsfundur Sögu var haldinn laugardaginn 6. apríl s.l.  á Kaffi
Álafoss í Mosfellsbæ.  Að loknum umræðum um skýrslur svæðisstjóra og forseta
klúbbanna fór Ástbjörn Egilsson formaður Laganefndar Umdæmisins yfir nýju
klúbbalögin og samþykktir og skýrði þau.
Björn Ágúst Sigurjónsson formaður Styrktarsjóðs Umdæmisins skýrði frá stöðu
stífkrampasöfnunarinnar á Íslandi.
Kjörsvæðisstjóri fyrir starfsárið 2013 – 2014 var kosinn Ólafur Þ.
Guðmundsson úr Ölveri.
Fundarsókn var góð þó sumir hafi þurft að sækja  fundinn um langan veg eða
allt frá Vestmannaeyjum og austan frá Höfn í Hornafirði.

Með góðri  Kiwaniskveðju,
Siggi Skarp