25 ára saga Kiwanisklúbsins Ós

25 ára saga Kiwanisklúbsins Ós


Tildrög þess að Kiwanisklúbburinn Ós svar stofnaður á Hornafirði voru þau að umdæmisstjórn íslenska umdæmisins auglýsti í Eystrahorni 1987 kynningarfund um Kiwanishreyfinguna á Hótel Höfn. Á þann fund komu frá umdæminu þeir Steindór Hjörleifsson sem nú er látinn og Stefán R Jónsson þar voru líka Helgi Geir, Steinar Guðmunds og Ludvig Gunnarsson .Hvöttu þeir Steindór og Stefán þá félaga til þess að reyna að stofna klúbb hér á Höfn ,nú er skemmst frá því að segja að þeir félagar náðu saman 30 manna hóp og það varð úr að klúbburinn var stofnaður stuttu síðar.
 
Stofndagur klúbbsins er 12 September 1987 og hlaut hann nafnið Ós en það nafn hlaut flest atkvæði í kosningum um nafn á klúbbinn. Merki klúbbsins hannaði Hinrik Bjarnason málari eða Bassi eins og flestir þekktu hann. Fyrsti forseti Kiwanislúbbsins Óss var Helgi Geir Sigurgeirsson. Fundirnir voru haldnir á Hótel Höfn og mikil gróska var í starfsemi klúbbsins.

Árið 1990 eða ári eftir stofnunina var haldinn umdæmisstjórnarfundur hér á Höfn og var umdæmisstjórn mjög ánægð hvernig til hafði tekist með stofnun og starfsemi Óss.

Félagafjöldi í gegnum árin hefur verið að meðaltali um 20 en mest orðið um 30. Fjöldi manna hafa verið félagar okkar sumir hafa staldrað stutt við en aðrir hafa verið með okkur til fjölda ára . Í klúbbnum eru tveir stofnfélagar eftir en aðrir stofnfélagar hafa flestir flutt búferlum, og sumir þeirra starfa enn með hreyfingunni á þeim svæðum sem þeir búa á.

Kiwanisklúbburinn Ós hefur átt fjóra svæðisstjóra í Sögusvæði Helgi Geir Sigurgeirsson 1991-1992, Haukur Sveinbjörnsson 1997-1998, Geir Þorsteinsson 2002-2003 og Stefán Brandur Jónsson 2008-2009.
Kiwanisklúbburinn Ós gerðist móðurklúbbur Viðeyjar, klúbbs sem stofnaður var í Reykjavík og voru allmargir brottfluttir Hornfirðingar í honum .
Starfsemi Óss hefur ávallt verið kraftmikill í gegnum árin. Megin fjáraflanir eru eign og rekstur auglýsingarskiltis hér í bæ, páskaeggjabingó og jólatrjáasala og veitir klúbburinn árlega fjármunum til einhverra góðra málefna hér í sýslunni. Í fyrirrúmi er ávallt kjörorðið börnin fyrst og fremst.

Þótt langt sé í næstu klúbba hefur okkur tekist að lifa já bara nokkuð bærilegu lífi stjórnarmenn hitta aðra félaga einu sinni til tvisvar á ári.

Árið 1975 var haldið 5. umdæmisþing hér á Höfn í Hornafirði og reynt í framhaldi á því að stofna Kiwanisklúbb en það gekk ekki eftir fyrr en 1987.

Árið 2011 var 41 umdæmisþing íslenska umdæmisins haldið hér á Hornafirði og heppnaðist það vel í alla staði fengu Ósfélagar miklar þakkir fyrir en mestar þakkir á þó skilið undirbúningsnefnd þingsins sem vann að undirbúningi þingsins í hartnær eitt ár. Sagt er að að halda umdæmisþing geti gert útaf við klúbb en við Ósmenn fundum ekki fyrir slíku höldum bara áfram veginn.

Í 25 ára sögu klúbbsins er ekki hægt að láta líða hjá að minnast á einstaka hæfileika klúbbfélaga eins og til dæmis í fótbolta á útihátíðum klúbbsins einstaka ferðagleði þeirra í þágu Kiwanis allavega á árum áður. Þá hafa Ósfélagar verið þekktir fyrir snyrtilegan klæðaburð eins og dæmin sanna t.d smóking í Vestmanneyjum og svartur ruslapoki í Reykjavík

Í dag eru 23 félagar skráðir í klúbbinn og allirflestir vel virkir en allmargir okkar eru starfandi sem sjómenn og hefur það auðvitað áhrif á mætingu á fundi, en eins og dæmin sanna þá hefur það ekki haft áhrif á getu klúbbsins til góðra verka.


Geir Þorsteinsson
forseti Óss