Lambaréttadagur Heklu 2012

Lambaréttadagur Heklu 2012


Föstudagskvöldið 26. október s.l. hélt Kiwanisklúbburinn Hekla sinn árlega fjáröflunardag sem er kallaður Lambaréttadagur. Tæplega eitthundrað gestir og félagar mættu. Maturinn var að sjálf sögðu allt af lambinu í hinum ýmsu réttum og bragðaðist mjög vel. Veislustjóri var Gísli Einarsson fréttamaður og leysti hann það vel af hendi og fór á kostum.
Ræðumaður var  Ragnar Örn Pétursson fyrrverandi  umdæmisstjóri fjallaði hann aðeins um Kiwanishreyfinguna og fléttaði ræðuna með gamanmáli.  Jóhannes Kristjánsson eftirherma og skemmtikraftur var góður að vanda og gerðu þeir síðan létt grín af hvor öðrum Gísli og Jóhannes. Ragnar Örn stýrði síðan málverkauppboðinu og gerði það mjög fagmannlega og tókst að bjóða öll verkin upp, 19 að tölu og dýrasta málverkið fór á 240.000,-. Frábært hjá Ragnari. Að lokum voru dregnir út 30 happadrættisvinningar og kenndi þar ýmissa grasa, raftæki, brandý, klukkur og fl.
Við viljum þakka listamönnum og fyrirtækjum sem styrktu okkur á þessu kvöldi og að sjálfsögðu okkar frábæru gestum .

Birgir Benediktsson
forseti Heklu