Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir aflaunamótið Sterkasti fatlaði maður heims

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir aflaunamótið Sterkasti fatlaði maður heims


Dagana 19 og 20. október  fór fram aflraunamót hjá fötluðum og var það alþjóðlegt og kallast „sterkasti fatlaði maður heims“ þátttakendur voru 9 í tveim flokkum standandi og í hjólastól. Þetta var 10 mótið sem haldið er og hefur alltaf verið haldið á Íslandi. Hvatamaður er Magnús Ver Magnússon.
 
Kiwanisklúbburinn Hekla hefur alltaf styrkt þetta nót með því að gefa verðlaunagripi, bikara og platta. Við nokkrir Heklufélagar fylgdumst með keppninni á laugardeginum og höfðum mjög gaman af og fengum síðan í lokin að afhenda verðlaunin.
Kveðja.
Birgir Benediktsson forseti Heklu.