KI dregur til baka fyrri ákvörðun um umdæmið Ísland-Færeyjar

KI dregur til baka fyrri ákvörðun um umdæmið Ísland-Færeyjar


Á fundi heimsstjórnar sem haldinn var í Bandaríkjunum í síðustu viku lá fyrir beiðni frá umdæmisstjórn um að ákvörðun heimsstjórnar frá því í janúar um að umdæmið Ísland-Færeyjar væri ekki lengur fullt umdæmi yrði dregin til baka. Á fundi í Evrópustjórn sem haldinn var í Prag í febrúar s.l. samþykkti Evrópustjórn að styðja beiðni umdæmisstjórnar og bókaði þar um.
 
Það er því ánægjulegt að þessi ákvörðun hafi verið dregin til baka og ætti að gefa okkur byr undir báða vængi að fjölga félögum og ná settu marki sem eru 1000 félagar til þess að eiga ekki von á slíkum ákvörðunum í framtíðinni.
Ég bið því alla félaga okkar að líta til hliðar og athuga hvort þar leynist ekki góðir verðandi Kiwanisfélagar.
Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars

Ragnar Örn Pétuursson umdæmisstjóri



Ragnar Örn Pétursson
Umdæmisstjóri