Nýjar spjaldtölvur frá Kötlu

Nýjar spjaldtölvur frá Kötlu


Þrír félagar úr kiwanisklúbbnum Kötlu komu færandi hendi í Klettaskóla í morgun. Erindi þeirra var að gefa skólanum tvær spjaldtölvur (ipads) af nýjustu gerð. Nemendur úr 9. og 10. bekk veittu tölvunum viðtöku, en síðan var gengið með þeim Kötlumönnum um skólann og þeim sýnt, hvernig nemendur hafa nú þegar nýtt sér þessa tækni.
Meðfylgjandi mynd er af gefendunum og nemendum, sem tóku á móti þessari rausnarlegu gjöf. Í myndasöfnum á heimasíðu Klettaskóla má sjá fleiri myndir, þar sem nemendur skólans sýna gestunum færni sína á spjaldtölvu. Við sendum öllum félögum í Kötlu alúðarkveðjur með kæru þakklæti fyrir þessa frábæru gjöf.
Frétt  frá Klettaskóla.   JKG