Frá Hjálmanefnd

Frá Hjálmanefnd


Nú eru hjálmarnir komnir til landsins fyrir nokkru.
Á næstu dögum verður bréf sent til allra forráðamanna þessara barna þar sem þeir eru beðnir um að fara inn á heimasíðu oskaborn.is og skrá barnið þar eftir bekk og skóla og síðan valið lit á hjálminn fyrir barnið, einnig skráð sig á Facebook Óskabörn þar sem verður leikur í gangi og hjól dregin út í verðlaun eins og á síðasta ári.
 
Ekki verður opnunarhátíð við upphaf afhendingar á hjálmum eins verið hefur undanfarin ár, heldur er ætlunin er að hafa sumarhátíð (hjólahátíð) í júni í Reykjavík.
Hugmynd Eimskipa er  að merkja á alla kassana með nafni og bekk og senda þá í viðkomandi skóla.  Síðan er verkefni klúbbanna að finna tíma til afhendingar  í samráði við skólana.
Svæðisstjórar eru beðnir um að  að fá klúbbana til að fara yfir skiptingu skóla, athuga fjölda nemenda í hverjum skóla og  hvort þeir óska einhverra breytinga. Ef þessar merkingar og að senda hjálmana beint  í skólanna hentar ekki fyrir alla klúbba ( t.d. sameiginleg afhending fyrir marga skóla) þá eru þeir beðnir um að láta okkur vita strax.
Reiknað er með að svör frá forráðamönnum barnanna verði komin í byrjun maí og þá verða ykkur sendir nafnalistar fyrir hvern skóla sem þið sendið svo áfram til klúbbanna.

Við höfum fengið gagnrýni á þessa aðferð, en þetta var eindregin ósk frá Eimskipum.
Þetta á ekki að gera vinnu klúbbanna erfiðari, frekar hið gagnstæða. Óvissuþátturinn er hvernig muni ganga að fá forráðmenn barnanna til að skrá sig í gagnagrunninn. Reynslan verður að skera þar úr.

Kveðja
Hjálmanefnd Kiwanis.
G. Oddgeir í Heklu  898-8838
Haraldur í Jörfa       8622720
P.Ragna í Sólborgu 6981947