Drög að Stefnumótun 2011-2016

Drög að Stefnumótun 2011-2016


Ágætu Kiwanisfélagar
 
Stefnumótunarnefnd Umdæmisins hefur nú lokið við endurskoðun á Stefnumótun hreyfingarinnar og mun leggja drög að nýrri Stefnumótun fyrir þingið okkar á Hornafirði 23. september n.k. Til að koma þessum drögum strax í kynningu hefur verið ákveðið að senda þau til forseta allra klúbba um næstu helgi og óska eftir því að stjórnir klúbbanna taki þau til efnislegrar meðferðar og gjarnan kynna félögum drögin ef þess er kostur á fyrstu fundum eftir sumarhlé.
Ef athugasemdir koma fram þá vill nefndin gjarnan fá upplýsingar um þær sendar til sín fyrir 9. september. Drögin verða síðan til umræðu og afgreiðslu á þinginu eftir hádegi á föstudeginum.
Nú fer að styttast í Umdæmisþingið á Hornafirði og vil ég hvetja sem flesta til að mæta. Þingnefnd umdæmisins hefur staðið í ströngu og eru Ósfélagar þar fremstir í flokki. Höfn á Hornafirði mun örugglega skarta sínu fegursta þegar Kiwanisfélagar koma þangað eftir rúman mánuð.
 
Kiwaniskveðja
Ragnar Örn Pétursson Kjörumdæmisstjóri