Fréttir

Skjöldur gaf unglingadeild björgunarsveitarinnar fimm vandaða áttavita

  • 02.03.2011

Skjöldur gaf unglingadeild björgunarsveitarinnar fimm vandaða áttavita

Í tilefni af 40 ára afmæli sínu gaf Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði unglingadeild Björgunarsveitarinnar Stráka í gærkvöldi fimm afar vandaða áttavita. Tóku þeir Jósteinn Snorrason og Magnús Magnússon við þeim fyrir hönd Smástráka. 

Smástrákar eru 13-20 nemendur í 9-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar og eru þeir að læra grundvallaratriði björgunarsveita. Að sögn Magnúsar munu þessir áttavitar koma sér vel í því undirbúningsnámi, ekki síst við kennslu rötunar.

Þriðji fundur Evrópustjórnar

  • 01.03.2011

Þriðji fundur Evrópustjórnar

Helgina 19-20 febrúar var þriðji fundur Evrópustjórnar haldinn í Munchen. Fundurinn var að mestu hefðbundinn en merkilegur fyrir þær sakir að þar var undirritað samkomulag um fjármögnun KI á Evrópu. Meðfylgjandi er dagskrá fundarins,

Umdæmisfréttir

  • 01.03.2011

Umdæmisfréttir

Út er komið Umdæmisfréttir það fyrsta fréttabréf Umdæmisstjóra á þessu ári og má nálgast það hér að neðan.

Kiwanisklúbburinn Eldey heiðrar Óskar Guðjónsson með Hixon orðu.

  • 28.02.2011

Kiwanisklúbburinn Eldey heiðrar Óskar Guðjónsson með Hixon orðu.

Á félagsmálafundi þann 16. febrúar síðastliðinn heiðraði Kiwanisklúbburinn Eldey, núverandi og fyrrverandi umdæmisstjóra Kiwanishreyfingarinnar Ísland-Færeyjar með Hixon orðu sem þakklæti fyrir framúrskarandi störf í þágu umdæmisins.
Meðfylgjandi er ræða forseta sem haldin var við þetta tilefni.

Nýr græðlingsklúbbur

  • 28.02.2011

Nýr græðlingsklúbbur

Ágætu Kiwanisfélagar
Stofnaður hefur verið græðlingaklúbbur við Kiwanisklúbbinn Sólborg. Þetta eru 12 konur sem hafa áhuga á að ganga til liðs við hreyfinguna. Ætlunin er í framtíðinni að þær verði sjálfstætt starfandi og munu þær funda í Reykjavík. Þær hafa valið sér nafnið Dyngja.

Frá ritstjóra Kiwanisfrétta

  • 22.02.2011

Frá ritstjóra Kiwanisfrétta

Sæl öll
Síðasti dagur til að koma inn efni í Kiwanisfréttir er 21. mars og  viljum við byðja klúbba og embættismenn  að vera duglega að senda efni og myndir í blaðið
Kveðja
Þyrí Marta Baldursdóttir
ritstjóri Kiwanisfrétta
 

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

  • 21.02.2011

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

Annar svæðisráðsfundur Ægissvæðis var haldinn 12. febrúar sl.
Umdæmisstjóri stýrði fundi í fjarveru svæðisstjóra sem var veik.
Forsetar fluttu skýrslur og kemur fram í þeim að mikið og gott starf er í klúbbunum í svæðinu.
Teknir hafa verið inn fjórir nýir félagar en þrír félagar hafa fallið frá á þeim tíma sem liðin er frá því að við hittumst siðast.

Tilkynning frá Ferðanefnd

  • 20.02.2011

Tilkynning frá Ferðanefnd

Góðir Kiwanisfélagar,

Ferðanefnd er nú að ljúka við skipulagningu ferðar á heimsþing hreyfingarinnar í Genf í Sviss. Allir sem skráðir eru hafa nú greitt fyrirframgreiðslu sína og staðfest ferðina. Óvænt fengum við nokkra daga frest á staðfestingum ytra og þess vegna eru nokkur sæti laus í ferðina. Væntanlega verður ferðinni lokað einhverja næstu daga. Ef einhver hefur áhuga  vinsamlega hafið samband við okkur strax og staðfesta þar ferðina með 50.000 króna innborgun.

 

Frá Kvennanefndinni

  • 20.02.2011

Frá Kvennanefndinni

Kvennanefndin vinnur nú að stofnun kvennaklúbbs í Reykjavík og er nú hópur kvenna sem hittist reglulega
 en okkur vantar fleiri konur með okkur.  Þess vegna leitum við til ykkar kæru félagar og biðjum ykkur endilega
að hvetja konur í kringum ykkur að koma á fund til okkar og kynna sér málið.  þetta er bara gaman eins og þið vitið.

Heklufélagar afhenda styrk til Ljóssins.

  • 20.02.2011

Heklufélagar afhenda styrk til Ljóssins.

Þann 15. febrúar afhent styrktarnefnd Heklunnar, ásamt forseta klúbbsins, Ljósinu kr. 100.000,-  Félagsmönnum var þakkað innilega fyrir þennan styrk, en hann kemur sér mjög vel þar sem hann væri hugsaður til að kaupa á tækjum og efni til silfursmíði.

Kiwanisklúbburin Tórshavn gefur

  • 18.02.2011

Kiwanisklúbburin Tórshavn gefur

Á dögunum gaf Kiwanisklúbburin Tórshavn í Færeyjum 50.000 danskar krónur eða rúmlega eina milljón íslenskra króna  til Kvennaathvarfsins í Tórshavn, glæsileg gjöf hjá félögum okkar í Færeyjum og má sjá myndir frá atburðinum hér að neðan.

Sjávarréttadagur Eldborgar

  • 17.02.2011

Sjávarréttadagur Eldborgar Sjávarréttadagur Eldborgar verður haldinn þann 5.Mars 2011

Færeyjaferð

  • 13.02.2011

Færeyjaferð

Ágæti félagi.
Hvernig væri nú að bregða á leik og gera skemmtilea hluti?
30.apríl 1981 var Kiwanisklúbburinn Thórshafn í Færeyjum stofnaður með Kötlu og Esju sem móðurklúbbum. Var þetta fyrsti klúbbur Færeyja og var settur í Umdæmið Ísland-Færeyjar. Hefur það verið okkur stolt Kötlufélögum að hafa verið stuðningsmenn að stofnun Kiwanishreyfingarinnar í þessu nágrannalandi. Á þetta framhald þess að í Færeyjum eru nú þrír klúbbar með 52 félögum.
Laugardaginn 4.júní verður haldið upp á 30 ára afmæli Tórshavn og 20 ára afmæli Rósan sem er kvennaklúbbur þar í landi stofnaður 3.Júni 1991.
 

Frá Ferðanefnd.

  • 06.02.2011

Frá Ferðanefnd.

Góðir Kiwanismenn

Ferðanefnd er nú að ljúka við skipulagningu ferðar á heimsþing hreyfingarinnar í Genf í Sviss. Allir sem skráðir eru hafa nú greitt fyrirframgreiðslu sína og staðfest ferðina. Óvænt fengum við nokkra daga frest á staðfestingum ytra og þess vegna eru nokkur sæti laus í ferðina. Væntanlega verður ferðinni lokað einhverja næstu daga. Ef einhver hefur áhuga  vinsamlega hafið samband við okkur strax og staðfesta þar ferðina með 50.000 króna innborgun.

 

Skjöldur styrkir 10 bekk Grunnskóla Fjallabyggðar

  • 05.02.2011

Skjöldur styrkir 10 bekk Grunnskóla Fjallabyggðar

Kiwanisklúbburinn Skjöldur bauð nemendum  10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar ásamt umsjónarkennara til pizzaveislu í Kiwanishúsinu s.l. þriðjudag. Tilefni veislunnar var að afhenda nemendunum 50.000kr  styrk í ferðasjóð bekkjarins vegna þáttöku þeirra í Þrettándagleði Skjaldar í janúar s.l. 

Vígsla Vörðu í Reykjanesbæ.

  • 04.02.2011

Vígsla Vörðu í Reykjanesbæ.

Kiwanisklúbburinn Varða í Reykjanesbæ var formlega vígður á þriðjudaginn s.l  að viðstöddu fjölmenni . Varðan er kvennaklúbbur, og eru þá orðnir þrír kvennaklúbbar í umdæminu og vonandi tekst að stofna fleiri kvennaklúbba til að auka hlutfall kvenna í umdæminu. Vígslan fór fram í húsi Kiwanisklúbbsinns Keilis og munu þær fá fundaraðstöðu þar.

 

Almennur fundur Eldborgar 02.02.2011

  • 03.02.2011

Almennur fundur Eldborgar 02.02.2011 Síðastliðinn Miðvikudag var almennur fundur hjá okkur. Fundurinn hófst á venjulegum nótunum, en að loknu borðhaldi kynnti forseti ræðumann kvöldsins sem var Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri  í Hafnarfirði.

Stórfrétt frá Byggjendaklúbbi Engjaskóla.

  • 01.02.2011

Stórfrétt frá Byggjendaklúbbi Engjaskóla.

Sá ánægjulegi atburður átti sér stað 31.janúar, 2011 að verðandi heimsforseti  Alan Penn og frú Jeri Penn komu á fund hjá Byggjendaklúbbnum.
Alan og Jeri mættu ásamt nokkrum félögum úr umdæmisstjórninni og nokkrum Höfðafélögum.  
Sandra forseti Byggjendaklúbbsins setti fundinn og bauð alla velkomna.  Gerði hún það bæði á íslensku og ensku.

Afmælishátíð í Færeyjum

  • 01.02.2011

Afmælishátíð í Færeyjum

Afmælishátíð Kiwanis Tórshavn og Kiwanis Rósan verður þann 4. júní. Kostnaður er 400 krónur á mann og vegna húsnæðisaðstæðna verður að láta Bjørgheðin vita í tölvupósti (nicolina@kallnet.fo) einnig má hringja í símanúmer +298 422089 eða í farsíma (GSM) +298 508049 í seinasta langi 1. apríl og er skráningin bindandi.

Torshavn gefur

  • 28.01.2011

Torshavn gefur

null