Fréttir

Jólafundur Heklu.

 • 20.12.2010

Jólafundur Heklu.

Jólafundur Heklu var haldinn 17. desember, að Engjateig. Forseti byrjaði á því að biðja alla viðstadda
 að rísa úr sætum og minnast Geirs Guðmundssonar sem var jarðsettur í dag.
Séra Pálmi Matthíasson flutti jólahugvekju og fjallaði hann meðal annars um aðventuna og undirbúning jóla. Það hefur skapast sú hefð hjá Heklufélögum að bjóða á jólafund ekkjum látinna félaga og voru 11 mættar. 

Kiwanisklúbburinn Hekla gefur Bjarkarási

 • 12.12.2010

Kiwanisklúbburinn Hekla gefur Bjarkarási

Miðvikudaginn 8. desember afhenti Kiwanisklúbburinn Hekla Bjarkarási 42" sjónvarp, flatskjá af Panasonic gerð. .
Bjarkarás hæfingarstöðin er fyrir fólk með þroskahömlun. 
Meginmarkmið með starfsemi Bjarkaráss er að veita einstaklingsbundna og fjölbreytta þjónustu. 
Það var vel tekið á móti Heklu félögum og var vistfólkið afskaplega þakklátt fyrir þess gjöf." 

Góðir Kiwanisfélagar

 • 11.12.2010

Góðir Kiwanisfélagar

Með örskömmu millibiil hafa stór skörð verið höggvin í raðir okkar Kiwanisfélaga. Heklufélaginn Geir H. Guðmundsson  og Setbergsfélgaginn Þór Ingólfsson létust báðir í vikunni. Þór var umdæmisstjóri hreyfingarinnar starfárið 1985-86. Útför hans fer fram í Garðakirkju fimmtudaginn 16. des. kl 1300.
Geir gegndi embætti erlends ritara og kjörumdæmisstjóra starfsárin 2008-2010, en veikindi hans öftruðu honum því miður frá því að taka við starfi umdæmisstjóra á yfirstandandi starfsári. Útför Geirs verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 17. desember kl 11. Við minnumst þessara ötulu og einlægu Kiwanisfélaga með virðingu og þakklæti fyrir óeigingjörn störf í þágu hreyfingarinnar. Fjölskyldum þeirra sendum við hugheilar samúðarkveðjur.   
 

Fréttabréf Hraunborgar

 • 08.12.2010

Fréttabréf Hraunborgar

Út er komið 9 tbl fréttabréfs frá Kiwanisklúbbnum Hraunborg í Hafnarfirði og má nálgast bréfið hér að neðan.

Byggjendaklúbburinn í Engjaskóla.

 • 07.12.2010

Byggjendaklúbburinn í Engjaskóla.

 Hæ frá okkur er allt gott að frétta. Við höfum haldið 10 fundi á þessu starfsári, sem er það sjötta. Í nóvember hafa verið þrír.  Á þeim fyrsta fengum við að vera í leikfimissalnum og fórum í leiki . Á næsta fund mættu félagar úr Höfða og fræddu okkur um tilgang Kiwanishreyfingarinnar. Á þeim fundi voru þrír nýir félagar teknir inn í Klúbbinn.

Evrópuferð Kiwanis 6. til 19. júlí 2011

 • 06.12.2010

Evrópuferð Kiwanis 6. til 19. júlí 2011

Heimsþing Kiwanis haldið í Genf í Sviss 7.-10. júlí 2011

Ferðatilhögun

Miðvikudagur 6. júlí
Flogið til Milanó á Ítalíu með Flugleiðum FI 592 kl. 16.50 lent á Malpensa flugvelli  kl. 22:40. Ekið rakleitt á Hotel Windsor í Milanó og gist þar um nóttina.
Við erum seint á ferð og göngum fljótlega til náða. Morguninn eftir vöknum við hress, fáum okkur morgunmat og leggjum svo af stað til Genf um kl. 9:00.
Hin hefðbundni fararstjórafundur verður í rútunni á leiðinni.

Færeyjaferð júní 2011

 • 28.11.2010

Færeyjaferð júní 2011

Umdæmisstjóri hefur falið ferðanefnd að kanna áhuga á þátttöku í ferð til Færeyja.
Tilefni ferðarinnar er afmæli Kiwanisklúbbanna Tórshavn 30 ára og Rósan 20 ára sem verður haldið upp á með veglegri afmælishátíð 4. júní 2011.
Vitað er að einhverjir klúbbar ætla að fjölmenna og töluverður áhugi er fyrir þessari ferð frá einstaklingum úr öðrum klúbbum.
Í boði eru 2 leiðir.

Afmælisblað Keilis

 • 25.11.2010

Afmælisblað Keilis

Eins og áður hefur komið fram héldu Keilisfélagar upp á 40 ára afmæli klúbbsinns nú á haustdögum, en klúbburinn var stofnaður 30 september árið 1970 og voru stofnfélagar 16 ungir menn í Keflavík sem vildu láta gott af sér leiða í góðum félagskap.

Framhaldskynningarfundur fyrir konur - allar konur

 • 23.11.2010

Framhaldskynningarfundur fyrir konur - allar konur

Ef þú ert að leita að skemmtilegum félagsskap gæti Kiwanis verið málið! Komdu á fund og kynntu þér málið á miðvikudaginn 24. nóvember kl.20:00 í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11. Við ætlum að stofna kvennaklúbb í Reykjavík, hljómar það ekki spennandi! Þess vegna þarfnast Kiwanis fleiri kvenna. Endilega látið sjá ykkur.

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

 • 22.11.2010

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

Laugardaginn 20. nóvember var haldinn svæðisráðsfundur í Garðabæ í umsjón Setbergs.
Vel var mætt á fundinn.  Forsetar og svæðisstjóri fluttu skýrslur.  Mikið og gott starf er í svæðinu og mikill hugur í félögum.í lok október voru félagar í Ægissvæði 250, Eldey og Sólborg hafa verið að tala inn nýja félaga og eru fleiri á leiðinni.  Í skýrslu forseta Setberg kom fram að þeim mun fjölga á næstunni og forseti Hofs sagði frá því að þeir munu halda sinn 1.000 fund nk. þriðjudag.

Síðasti skiladagur efnis í Kiwanisfréttir

 • 18.11.2010

Síðasti skiladagur efnis í Kiwanisfréttir

Næsta blað Kiwanisfrétta mun koma út um miðjan desember, og þeir aðilar sem hafa hug á að senda inn greinar eða annað efni er bent á að skilafrestur er til 20 nóvember. Viljum við hvetja Kiwanisfólk að vera duglegt að senda inn efni í blaðið.

KIEFupdate

 • 16.11.2010

KIEFupdate

Hér er út komið fréttabréf frá Evrópustjórn Kiwanis nóvembertölublað, og má nálgast bréfið í pdf formi hér að neðan.

Byggjendaklúbbur Engjaskóla.

 • 14.11.2010

Byggjendaklúbbur Engjaskóla.

Kæru Kiwanisfélagar mig langar til að vekja athygli ykkar á því að á morgun 15. nóvember kl. 17:30 verða teknir 5 nýir félagar inn í Byggjendaklúbbinn í Engjaskóla.  Að sjálfsögðu eru allir Kiwanisfélagar velkomnir til þessar athafnar, því Kiwanis er jú fyrir börnin.
Kveðja röddin   
 

Kvennanefndin og umdæmisstjóri með kynningarfund að Engjateigi

 • 14.11.2010

Kvennanefndin og umdæmisstjóri með kynningarfund að Engjateigi

Þriðjudaginn 9. nóvember stóð kvennanefnd umdæmisins fyrir kynningarfundi að Engjateigi.  Þetta var góður  og skemmtilegur fundur. Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri kynnti hreyfinguna og markmið hennar. Kvennanefndin sagði frá hvernig Kiwanisklúbbar starfa og  Sólborgarfélagi sagði frá sinni Kiwanisupplifun.

Kötludúkkan og Sverrir.

 • 12.11.2010

Kötludúkkan og Sverrir.

Hjálmar og Helgi fóru fyrir félagana í Kiwanisklúbbnum Kötlu og afhentu inn á barnadeild Landsspítalans,Kötludúkkuna eins og við höfum gert síðastliðin 14 ár einnig afhentum við dælu til nota í fiskabúrið,og síðan enn ekki síst afhentum (slepptum) við líka gullfiskum í búrið

SKILABOÐ TIL KVENNA.

 • 05.11.2010

SKILABOÐ TIL KVENNA.

Kynningarfundur fyrir konur verður haldinn í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, þriðjudaginn 9.nóv kl. 20:00.
Stuttar kynningar á því sem Kiwanis stendur fyrir og hvað það er bæði gaman og gefandi að vera í Kiwanis.
Strákar! Látið stelpurnar í kringum ykkur vita af þessum fundi.

Kvennanefndin
 

Villibráðarhátíð Hraunborgar

 • 04.11.2010

Villibráðarhátíð Hraunborgar

Hin árlega glæsilega Villibráðarhátið Hraunborgar verður haldin laugardaginn 6. nóvember í Haukahúsinu að Asvöllum og hefst kl 12:00, Miðaverð er Kr. 8.000 og hefur verið nú óbreytt í 3 ár. Miðar fást hjá Geir í síma 664 1640 og Steingrími í síma 856 3458

Kiwanisklúbbarnir Hekla og Esja. Lambaréttardagur, herrakvöld.

 • 01.11.2010

Kiwanisklúbbarnir Hekla og Esja. Lambaréttardagur, herrakvöld.

Föstudagskvöldið 29. október héldu Kiwanisklúbbarnir Hekla og Esja svo kallaðan “Lambaréttardag” þetta er árlegur viðburður og þá hittast félagar og gestir þeirra og borða allt mögulegt sem lambið gefur af sér. Mættur voru 21 félagar og 82 gestur. Veislan hófst kl. 20:00 og lauk um miðnættið.

Æðstu embættismenn Kiwanis og Rótarý báðir úr Kópavogi

 • 01.11.2010

Æðstu embættismenn Kiwanis og Rótarý báðir úr Kópavogi

Landsþing Kiwanis og Rótarý bæði haldin í Salnum
Á komandi vetri verða æðstu embættismenn tveggja landshreyfinga, Kiwanis og Rótarý, báðir Kópavogsbúar og félagar í klúbbum í Kópavogi. Umdæmisstjóri Kiwanis er Óskar Guðjónsson og umdæmisstjóri Rótarý Margrét Friðriksdóttir. Báðar hreyfingarnar halda sitt umdæmisþing á þessu hausti, og báðar í Salnum í Kópavogi. Fertugasta umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar var haldið í Kópavogi 10. til 12. september sl. Að venju voru veittar viðurkenningar og þar ber helst að nefna að Fjölgunarbikarinn fékk klúbburinn Sólborg úr Hafnarfirði, Jörfi athyglisverðasta fjáröflunarverkefnið, Elliði athyglisverðasta styrktarverkefnið og Keilir fékk fjölmiðlabikarinn. Sjö klúbbar hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarklúbbur.

 

Glæsileg árshátíð á Klaustri

 • 28.10.2010

 Glæsileg árshátíð á Klaustri

Kiwanisklúbbarnir Ós á Hornafirði og Búrfell á Selfossi slógu saman árshátíðum og stjórnarskiptum sínum um síðustu helgi.  Mæst var á miðri leið, á Kirkjubæjarklaustri, á hótelinu þar. Búrfellsmenn fögnuðu í leiðinni að rétt 40 ár eru liðin frá stofnun klúbbsins, en hann var stofnaður 30. september 1970.
Til að fagna þessum áfanga mættu til viðbótar, nærri 20 félagar frá Kiwanisklúbbnum Eldborgu í Hafnarfirði og einnig Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri ásamt fylgdarsveini sínum, Birni Baldvinssyni.