Nýr græðlingsklúbbur

Nýr græðlingsklúbbur


Ágætu Kiwanisfélagar
Stofnaður hefur verið græðlingaklúbbur við Kiwanisklúbbinn Sólborg. Þetta eru 12 konur sem hafa áhuga á að ganga til liðs við hreyfinguna. Ætlunin er í framtíðinni að þær verði sjálfstætt starfandi og munu þær funda í Reykjavík. Þær hafa valið sér nafnið Dyngja.
Kvennahreyfingin innan Kiwanis hefur frá því í haust verið að finna leið til að stofan klúbb í Reykjavík, margar leiðir hafa verið farnar t.d. voru við með kynningarfund í Garðheimum í haust og síðan í janúar var í tvígang send út bréf til kvenna á aldrinum 35-55 ára.
Við viljum bjóða þennan vaska flokk kvenna velkomna í hreyfingu.

Þyrí Marta Baldursdóttir
upplýsingafulltrúi