Kiwanisklúbburinn Eldey heiðrar Óskar Guðjónsson með Hixon orðu.

Kiwanisklúbburinn Eldey heiðrar Óskar Guðjónsson með Hixon orðu.


Á félagsmálafundi þann 16. febrúar síðastliðinn heiðraði Kiwanisklúbburinn Eldey, núverandi og fyrrverandi umdæmisstjóra Kiwanishreyfingarinnar Ísland-Færeyjar með Hixon orðu sem þakklæti fyrir framúrskarandi störf í þágu umdæmisins.
Meðfylgjandi er ræða forseta sem haldin var við þetta tilefni.
Óskar Guðjónsson félagi okkar í Kiwanisklúbbnum Eldey sem var Umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Íslands-Færeyjar 2009-2010 og er starfandi Umdæmisstjóri fyrir 2010-2011.

Óskar er fæddur í Reykjavík 10. júní árið 1952. Hann er giftur Konnýu R. Hjaltadóttur leikskólasérkennara. Þau búa í Kópavogi og eiga 2 börn þau Eddu Ósk og soninn Sigurð Heiðar sem býr ásamt sambýliskonu sinni og barnabarninu Oliver í Danmörku.

Árið 1992 gekk Óskar til liðs við Kiwanishreyfinguna, enn þá gekk hann í Kiwanisklúbbinn Brú á Keflavíkurflugvelli. Þetta var fjölþjóðaklúbbur sem hafði starfað frá 1973 og átti sér fáa líka, vikulegir fundir fóru fram á ensku. Óskar var forseti klúbbsins 1994-1995 og hafði þá gegnt störfum í flest öllum nefndum klúbbsins. Óskar hefur alltaf verið öflugur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er hörku duglegur Kiwanismaður og með stórt Kiwansihjarta og hefur verið með það frá því hann kom í hreyfinguna 1992. Má td. nefna að árið 1997 þá var ekki nóg fyrir hann að starfa í 1-2 nefndum í klúbbnum heldur starfaði hann þetta ár í 7 nefndum hjá Brú sem nefndarmaður eða formaður.

Árið 2000 var haft samband við þennan dugmikla Kiwanismann og hann kallaður til ábyrgðarstarfa á vegum umdæmisins. Þar hefur hann blómstrað. Hann hefur gegnt ýmsum ábyrgðar-störfum sem formaður stefnumótunar- og Internetnefndar umdæmissins. Hann hefur verið formaður golfnefndar Umdæm-isins. Jafnframt hefur hann verið umsjónarmaður gagnagrunns, og erlendur ritari og umdæmisritari.

Árið 2007 var leitað til Óskars með að verða Umdæmisstjóri 2009-2010 þetta gat hann að sjálfsögðu ekki skorast undan. Þessari áskorun um að takast á við æðstu stöðu hreyfingarinnar fyrir Ísland- Færeyjar. Þegar hann var Kjörumdæmisstjóri 2008-2009 þá starfaði hann jafnframt sem formaður stefnumótunarnefndar og unglingaráðgjafi Umdæmisins.
Óskar tók við starfi umdæmisstjóra 1.okt 2009. Hann starfaði sem Umdæmistjóri 2009-2010. Hann er fyrsti umdæmistjóri sem hefur verið fenginn til að starfa annað árið í röð vegna sérstakra aðstæðna sem komu upp2010 og er því einnig starfandi Umdæmistjóri fyrir árið 2010-2011.

Óskar gekk í Kiwanisklúbinn Eldey 3.október 2003 eftir að Brú hætti. Fór hann strax að fullu í nefndarstörf klúbbsins og varð strax mjög virkur Eldeyjafélagi. Hann er fróðleiksbolti mikill, með mikla reynslu sem Kiwanisfélagi. Leita oft Eldeyjafélar jafnt sem aðrir Kiwanisfélagar til Óskar með ráð. Hann er ósérhlífin, alltaf tilbúin þegar leitað er til hans og er sannur vinur vina sinna.

Óskar var forseti Eldeyjar 2007-2008 og gegndi því starfi með miklum sóma. Er það því okkur mikill heiður Eldeyjafélögum að veita honum Hixon-orðuna sem vott um frábært starf sem Eldeyjafélagi og sannur Kiwanisfélagi.”

Guðlaugur Kristjánsson,