Andrés í framboð til heimsstjórnar!

Andrés í framboð til heimsstjórnar!


Í vikubyrjun var KI send tilkynning um að með staðfestingu umdæmisstjórnar Kiwanisumdæmisins Ísland Færeyjar, verði Andrés K. Hjaltason, fyrrverandi umdæmisstjóri og Keilisfélagi í framboði til "Trustee at Large" á heimsþingi í Genf í sumar. Um er að ræða sæti í heimsstjórn sem stendur Kiwanissvæðum utan Ameríku og Kanada til boða 3ja hvert ár, en Evrópubúi gengir því núna.
Andrés er einn af 3 framjóðendum í embættið. Umdæmisfélögum er vel kunnugut að Andrés er keppnismaður mikill og efast ekki um að hann taki þennan slag til að vinna hann. Þó að heimsþing sé í Evrópu þá þarf það ekki endilega að gera verkefnið auðveldara, því allra veðra er von í Kiwanisheimum eins og Andrés hefur reynt sjálfur. Allir umdæmisfélagar sem skrá sig á þingið eiga beinan kost á að styðja hann, þannig ef einhver er að velta þingferð fyrir sér þá er bara að taka af skarið. Aðrir gera vel með því að hugsa vel til þeirra hjóna í baráttunni framundan og bjóða fram krafta sína, reynslu og þekkingu þeim til stuðnings í undirbúningi og
kynningu sem framundan er. En hvernig sem fer vitum við að Andrés verður umdæminu í hvívetna til sóma og þeim hjónum sendum við baráttu- og hvatningarkveðjur[ÓG].