Almennurfundur hjá Heklufélögum

Almennurfundur hjá Heklufélögum


Þriðjudaginn 15. mars verður almennurfundur sem er opinn öllum, hjá Heklufélögum. Á þennan fund höfum við fengið Arne Sólmundarson verkfræðing og ritara Skotvís, til að halda fyrirlestur um Vatnajökulsþjóðgarðinn. Aðkoma útivistarfélaga og samráðsferlið.

 
Tilteknir útivistarhópar hafa gagnrýnt tillögur í stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins um takmarkanir á ferða- og athafnafrelsi og spurt í því sambandi fyrir hvern þjóðgarðurinn sé.
Fundurinn byrjar kl. 19:30 með mat og síðan er hann opinn frá kl. 20:00 fyrir þá sem koma ekki í mat. Matargestir staðfestið komu sína til g.oddgeir@gmail.com eða í síma 898-8838.
Stjórnin.