Skjöldur gaf unglingadeild björgunarsveitarinnar fimm vandaða áttavita

Skjöldur gaf unglingadeild björgunarsveitarinnar fimm vandaða áttavita


Í tilefni af 40 ára afmæli sínu gaf Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði unglingadeild Björgunarsveitarinnar Stráka í gærkvöldi fimm afar vandaða áttavita. Tóku þeir Jósteinn Snorrason og Magnús Magnússon við þeim fyrir hönd Smástráka. 

Smástrákar eru 13-20 nemendur í 9-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar og eru þeir að læra grundvallaratriði björgunarsveita. Að sögn Magnúsar munu þessir áttavitar koma sér vel í því undirbúningsnámi, ekki síst við kennslu rötunar.
Búðarverð á einum slíkum grip er 11.900 krónur.

Starf Kiwanisklúbbsins hefur frá upphafi og til þessa dags gengið út á það að veita styrki á borð við þennan inn í heimabyggðina. Kjörorð starfsársins 2010-2011 eru „Efling, kraftur, áræði - ábyrgðin er okkar”, auk hinna sígildu „Börnin fyrst og fremst.”

siglfirdingur.is  greindi frá