Frá Ferðanefnd.

Frá Ferðanefnd.


Góðir Kiwanismenn

Ferðanefnd er nú að ljúka við skipulagningu ferðar á heimsþing hreyfingarinnar í Genf í Sviss. Allir sem skráðir eru hafa nú greitt fyrirframgreiðslu sína og staðfest ferðina. Óvænt fengum við nokkra daga frest á staðfestingum ytra og þess vegna eru nokkur sæti laus í ferðina. Væntanlega verður ferðinni lokað einhverja næstu daga. Ef einhver hefur áhuga  vinsamlega hafið samband við okkur strax og staðfesta þar ferðina með 50.000 króna innborgun.

 
Fyrirkomulag ferðarinnar hefur verið sett inn á Kiwanisvefinn undir ferðanefnd. Nefndin hvetur ykkur til að fara inn á vefinn og sjá hvað er í boði. Flogið verður út miðvikudaginn 6. júlí og komið heim þriðjudaginn 19. Júlí. Ferðanefndin hvetur ykkur til að kynna ykkur ferðina með því að fara inn á www.kiwanis.is og velja þar Ferðanefnd eða vera í sambandi við Bödda 694 7300 eða Didda 899 1790
 
ið höfum ráðið Íslenska stúlku til að vera með okkur í ferðinni. Þar fylgjum við sannfæringu okkar að íslenskur túlkur er ómissandi í ferðinni.

Þeir sem hafa áhuga á að kynnast störfum heimsþings ættu ekki að láta þessa ferð fram hjá sér fara. Við viljum einnig benda á þá einstöku upplifun að komast upp á þessa jökla í Sviss og Frakklandi. Þó við ætlum upp á Jónfrúna í Sviss í annað sinn er Mont Blank í Frakklandi eitthvað sem við höfum ekki upplifað fyrr. Að koma í kláfnum inn á klettabeltið í 3842 metra hæð og svífa síðan meðfram tindinum sem er hæsti tindur Evrópu 4.810 metrar er ábyggilega svo tignarlegt að orð fá ekki lýst.
Nú þarf að hafa snör handtök. Rífið upp símann og hringið. Það eru ekki margir dagar til stefnu.
Kveðja til ykkar allra hvar sem þið búið.

Ferðanefnd Kiwanis 2011.
Böddi og Diddi

Björn Baldvinsson, Mosfelli og Diðrik Haraldsson, Búrfelli

--
konrad.konradsson@gmail.is
GSM 862 1661