Færeyjaferð

Færeyjaferð


Ágæti félagi.
Hvernig væri nú að bregða á leik og gera skemmtilea hluti?
30.apríl 1981 var Kiwanisklúbburinn Thórshafn í Færeyjum stofnaður með Kötlu og Esju sem móðurklúbbum. Var þetta fyrsti klúbbur Færeyja og var settur í Umdæmið Ísland-Færeyjar. Hefur það verið okkur stolt Kötlufélögum að hafa verið stuðningsmenn að stofnun Kiwanishreyfingarinnar í þessu nágrannalandi. Á þetta framhald þess að í Færeyjum eru nú þrír klúbbar með 52 félögum.
Laugardaginn 4.júní verður haldið upp á 30 ára afmæli Tórshavn og 20 ára afmæli Rósan sem er kvennaklúbbur þar í landi stofnaður 3.Júni 1991.
 
Hugmynd er að sem flestir Kötlufélagar sem tök eiga á mæti til þessa afmælis og hafa verið gerð drög til þess. Hefur félagi okkar Sámal gert áætlun þar um. Sendir hann okkur þetta tilboð. Athugaðu þinn áhuga. Færeyingar segja” þú kemur ekki í heimsókn til okkar til að sofa það getur þú gert heima hjá þér” Þetta gæti orðið hverrar krónu virði.
Látið Sævar Hlöðversson vita fyrir 16.febrúar. (saevarh@internet.is).

www.hotelstreym.com    (sjá gistiaðstöðu).


From: Sámal Bláhamar [mailto:blahamar@gmail.com]
Sent: 26. janúar 2011
Ferðatilhögun á ferð til Færeyja vegna afmælis Kiwanis þar.

Flogið frá Reykjavíkurflugvelli með Altlantic airways föstudaginn 3.júní  kl.12,30 Lent í Vogum Færeyjum kl.15.00 Gist á Hotel Streym við Ytri strönd 19 þar sem herbergi er með morgunmat.

Á laugardegi er hægt að setja upp gönguskoðunnarferð eða akstur um Torshavn.

Um kvöldið er 30 ára afmælishátíð Torshavnklúbbsins sem Katla stofnaði með Esju og 20 ára hátíð kvennaklúbbsins Rósan sem Torshavn og Viðey stofnuðu. Þar verður ábyggilega góður matur Færeysk skemmtiatriði Færeyskur dansur og almennur dansur.
Á sunnudegi er hægt að efna til skoðunarferðar að hætti þeirra. Um kvöldið gæti verið stund með Kiwanisfélögum.
Mánudag 6.júní Flug kl.11 frá Vogum og lent í Reykjavík kl.11,30 vegna tímabreytinga í Færeyjum.
Eitt ber að hafa í huga sem Færeyingar segja” þú kemur ekki í heimsókn til okkar til að sofa það getur þú gert heima hjá þér”

Pantað hefur verið flug og gisting fyrir 30 manns og verð með gistingu með morgunmat. Verðið er dkr.4425,- pr mann (ca.94.600 Ísl.kr.) miðað við tvo í herbergi.