Kötlufréttir

Kötlufréttir

  • 25.12.2010

Jólafundur
Þann 15. desember var Jólafundur Kötlu, mætir voru 30 félagar og 35 gestir. Forseti færði Árna H. Jóhannsson  viðurkenningu fyrir 30 ára starf í klúbbnum og umdæmi Kiwanis. Ekkjur félaga sem eru farnir  voru veittir blómvendir og  einnig Róbert St. Tómasson félaga sem varð 40 ára 12 des. Jólasagan Englahár var lesin af Guðbjörgu Ellertsdóttir.
Söngkonan Jakobínu Valgeirsdóttir söng  lög sem fjallaði um kærleika. Sigurður Arnarsson prestur flutti jólahugvekju  og forseti  færði honum fjörutíu og tvö gjafabréf til bágstaddra, þar sem mikil þörf eru fyrir þessi jól. Ásmundur Jónsson  bað félaga og gesti að klappa fyrir góðri sölu á jólasveinadagatali, 800 spjöld seldust. Að lokum voru sungin jólalögin Nýfæddur Jesú  og  Bjart er yfir Betliheim 
 
Skötuveisla
var haldin á Þorláksmessu  með þjóðlegum  mat, skötu og saltfisk. Gestir nutu matarins í góðum félagskap Kiwanisfélaga.  Tvær upprennandi söngstjörnur og meðlimir frá Samhjálp sungu jólalög og léku á hljóðfæri. Starfsfólk á neðri hæð komu upp til að hlusta á góða tónlist, allir komust í gott jólaskap þótt úti blési kaldur norðanvindur.
Gleðileg jól og fasælt komandi ár kæru Kiwanisfélagar og fjölskyldur,

Jóhannes Kristján Guðlaugsson
ritari Kötlu