Fréttir frá kiwanisklúbbnum Höfða.

Fréttir frá kiwanisklúbbnum Höfða.

  • 22.12.2010

Starf Kiwanisklúbbsins Höfða hefur verið með hefðbundnum hætti. Jólafundur Höfða var haldinn 16.desember og voru mættir voru 24 félagar ásamt mökum. Á boðstólnum var íslenskt hangikjöt ásamt því að hlítt var á helgiboðskap Séra Bjarna Þórs Bjarnasonar sóknarprests í Grafarvogssókn. Þetta var hin hátíðlegasta stund og okkur Kiwanisfélögum nauðsynleg í öllu jólastressinu. Eftir gott hlé, þar sem fólk gaf sér tíma til að spjalla saman, var haldið pakkauppboð. Þar koma félagar með pakka með sér sem boðnir eru upp.
Um uppboðið sáu þeir Steindór Steindórsson og Kristján Jóhannsson. Var uppboðið ansi líflegt og vel boðið. Haft var á orði að þetta yrði þeirra aðalatvinna innan fárra ára.
Í spjalli forseta, Guðmundar St. Sigmundssonar kom fram að búið væri að safna í 24 matarkörfur. Þær verða afhentar í vikunni fyrir jól í samstarfi við presta í Grafarvogi og Grafarholti. Einnig kom Guðmundur inn á flugeldasöluna. Sölustaðurinn er klár og verður að þessu sinni á Gylfaflöt 3 og sala hefst þann 28. des. og er opin frá 10-22 nema gamlaársdag þá er opið 10-15.
Við viljum benda Kiwanisfélögum og öðrum á að afsláttarkort er hægt að prenta út af heimasíðu Kiwanisklúbbsins Höfða og látum það fylgja hér með. Að lokum vil ég óska Kiwanisfélögum, mökum og landsmönnum öllum gleðilegra jólahátíðar.

Jakob Marinósson
Fjölmiðlafulltrúi Höfða