Stefnumótun 2011 - 2016

Stefnumótun 2011 - 2016


Á umdæmisþingi á Höfn í Hornafirði í síðasta mánuði lagði stefnumótunarnefnd fram endurskoðaða stefnumótun fyrir Kiwanishreyfinguna 2011 - 2016. Mikil vinna hafði farið fram undanfarna mánuði við endurskoðun stefnunnar. Drög að henni voru síðan send til allra forseta í lok ágúst. Stefnumótunin var síðan samþykkt á umdæmisþinginu
Rétt er að taka það fram að stefnumótun hreyfingarinnar á að skoðast árlega og eiga menn að vera óhræddir við að gera breytingar ef þurfa þykir. Stefnumótunin á að vera lifandi plagg.
Ég vil þakka meðnefndarmönnum mínum fyrir vel unnin störf. Stefnumótunina má finna á vefnum okkar og ég hvet alla til að prenta út eintak og hafa hjá sér.

Kiwaniskveðja,
Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri
 
Stefnumótunina má nálgast HÉR