Að loknu Þingi

Að loknu Þingi


Ágætu Kiwanisfélagar,

Starfsömu og ánægjulegu Kiwanisþingi lauk á sunnudaginn á Höfn í Hornafirði. Ánægjulegt var að sjá hve margir félagar og makar þeirra sáu sér fært að mæta til þings. Þingstörf gengu mjög vel, en þau hófust með fræðslu á föstudeginum. Stefnumótun til næstu fimm ára var samþykkt og hátt í 80 þingfulltrúar tóku þátt í vinnuhópum um Kiwanis í nútíð og framtíð. Hefðbundin þingstörf voru á laugardeginum og þar  var  staðfest framboð Drafnar Sveinsdóttur til kjörumdæmisstjóra 2012-2013.

Þinginu lauk síðan með glæsilegu lokahófi á laugardagskvöldinu en þar voru veittar viðurkenningar og gjafir afhentar og Óskari Guðjónssyni þakkað fyrir þau tvö ár sem hann hefur  verið umdæmisstjóri. Þingnefnd og Ósfélagar allir ásamt mökum  eiga miklar þakkir skildar fyrir frábæran undirbúning og alla þá vinnu sem þau lögðu á sig  meðan á þinginu stóð.
Á sunnudeginum fóru fram stjórnarskipti í umdæminu sem þeir Andrés og Sigurgeir fyrrum umdæmisstjórar sáu um. Að þeim loknum hélt ný umdæmisstjórn stuttan fund.
Við Sigga færum ykkur öllum bestu kveðjur fyrir ánægjulega daga á Höfn og okkur hlakkar til að starfa með ykkur á nýju starfsári

Kiwaniskveðja,
Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri