Jóhanna valin í undirbúningsnefnd

Jóhanna valin í undirbúningsnefnd


Alan Penn heimsforseti hefur tilnefnt Jóhönnu Maríu Einarsdóttur forseta Vörðu í Reykjanesbæ  í undirbúningsnefnd vegna þess að í sumar verða liðin 25 ár frá því að samþykkt var að heimila konum aðgang að Kiwanishreyfingunni.
Jóhanna er eini fulltrúi  Evrópu í nefndinni, formaður nefndarinnar er Jane Erickson ráðgjafi í heimsstjórn og varaformaður er Cindy Champer frá Ohio.Þeim til viðbótar eru átta aðrar konur og auk þeirra nokkurs konar heiðursnefndarmenn og þeirra á meðal Jeri Penn og eiginkonur núverandi og verðandi heimsforseta. Þetta er mikill heiður fyrir íslensk-færeyska umdæmið.
Það var á heimsþingi í Washington 7. júlí 1987 sem þessi ákvörðun var tekin og mun nefndin undirbúa sérstaka hátíð þegar þessa verður minnst á heimsþinginu í New Orleans í lok júní næsta sumar.
 
Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri