Stjórnarskiptafundur Kötlu

Stjórnarskiptafundur Kötlu


Stjórnarskiptarfundur Kötlu var haldin á Hótel Holti 1. október sl. Forseti Gísli St. Skarphéðinsson setti fundinn þar sem tæplega 40 manns nutu góðra veitinga. Svæðisstjóri Freyjusvæðis Snjólfur Fanndal og Hörður Mar kjörsvæðisstjóri sáu um að skipta um stjórn.
Afreksmaður Kötlu þetta árið var Ólafur Sigmundsson, sem fékk afhendan farandbikar og Helgi Straumfjörð fékk mætingabikar fyrir 100% mætingar síðastliðin 5 ár. Eiginkonur þeirra fengu einnig blómvönd. Níu félagar voru með 100% mætingar. Brynhildur Ásmundsdóttir  leik- og söngkona söng  lög þeirra Janis Joplin og Tínu Törner. Gísli St. Skarphéðinsson lét af embætti  forseta og afhenti Bjarnari Kristjánsson  forsetakeðjuna. Í nýrri stjórn Bjarnar er Jóhannes Kr. Guðlaugsson kjörforseti, Ágúst Elvar Almý ritari, Ólafur Sigmundsson féhirðir, Snjólfur Fanndal varaforseti,Tómas Hilmarsson erl.ritari. 
kv.
J.K.G.