Þakkar og kveðjuorð

Þakkar og kveðjuorð


Góðir Kiwanisfélagar, kæru vinir
Í dag eru vaktaskipti á Kiwanisskútunni Ísland Færeyjar. Síðasta ræs er afstaðið. Kallinn í búnni og áhöfn hans afmunstruð. Ný vakt axlar sjópokann, fullan af góðu vegarnesti, nýjum vonum og væntingum. Henni óskum við góðrar siglingar á vit nýrra ævintýra, markmiða og verkefna.

Tveggja ára siglingu minna áhafna er lokið. Fyrir stafni var efling, kraftur og áræði, ábyrgðin leiðarstjarna. Oftast siglt lens, beggja skauta byr, beita þurfti þó stundum, en félagar hristu pusið af sér, héldu kúrs. Skútunni siglt heilli í höfn, við lítum til baka, árangurinn erfiðinu yfirsterkari, áhöfnin gengin, vonandi þokkalega ánægð, frá borði, tilbúin í næstu ferð.

Vaktabjallan glymur. Við Konny grynnkum á þakkarskuldum sem hrannast hafa upp, þökkum samfylgdina, traustið, trúnaðinn, vináttuna og velvildina. Þökkum Kiwanisfélögum nær og fjær, ástvinum þerra og fjölskyldum, sem stóðu með okkur vaktina, gengu ákveðið og óeigingjart til sinna margvíslegu og fjölbreyttu og ómetanlegu verka, lögðu sitt af mörkum til að gera ferðina fengsæla, skemmtilega, eftirminnilega, mörgum okkar ógleymanlega.

Megi Guð ykkar og gæfa fylgja ykkur öllum og Kiwanisumdæminu Ísland Færeyjar.

Óskar og KonnýÁ vaktaskiptum grynnum við Konny á þakkarskuldum sem hrannast hafa upp, þökkum samfylgdina, traustið, trúnaðinn, vináttuna og velvildina. Þökkum Kiwanisfélögum nær og fjær, ástvinum þerra og fjölskyldum, sem stóðu með okkur vaktina, gengu ákveðið og óeigingjart til sinna margvíslegu og fjölbreyttu og ómetanlegu verka, lögðu sitt af mörkum til að gera ferðina fengsæla, skemmtilega, eftirminnilega, mörgum okkar ógleymanlega.

Megi Guð ykkar og gæfa fylgja ykkur öllum og Kiwanisumdæminu Ísland Færeyjar.

Óskar og Konný