Stjórnarskipti í Færeyjum

Stjórnarskipti í Færeyjum


Laugardaginn 22. október sl. fóru fram stjórnarskipti hjá klúbbunum í Færeyjum. Stjórnarskiptin voru haldin í Leirvik á Austurey (Eysturøy). Elin Joensen fyrsti svæðisstjóri Færeyjasvæðis sá um stjórnarskiptin og var undirritaður henni til aðstoðar [sem gamall svæðisstjóri Þórssvæðis]. Stjórnarskiptin fóru í alla staði vel fram og leysti svæðisstjórinn hún Elin þau ákaflega vel af hendi. Hafði hún lagt í mikla vinnu við að þýða allt stjórnarskiptaritúalið á færeysku og leysti það mjög vel úr hendi.
Það var gaman að fylgjast með félögunum sem þarna voru upplifun þeirra af stjórnarskiptunum var allt önnur en hingað til. Loksins fóru þau fram á þeirra eigin máli fólk skildi loksins allt sem fram fór. Stjórnarskiptafundurinn fór fram í keiluhöll þeirra í Leirvík og eftir að fundinum lauk þá fóru þeir sem vildu og léku keilu (bowling) var það hin besta skemmtun bæði á að horfa og eins hjá þeim sem tóku þátt í því. Seinna þetta sama kvöld hittumst við nokkrir Kiwanisfélagar í Kiwanishúsinu í Þórshöfn yfir léttu spjalli og veitinum.
Að lokum verð ég nú að segja að ekki var gestaganginum fyrir að fara héðan frá Íslandi en ég var sá eini sem mætti héðan til stjórnarskipta í Færeyjum. Þakka ég Færeyingum höfðinglegar mótttökur eins og venjulega og vona að starfið í nýja svæðinu þeirra verði blómlegt og farsælt.

Með Kiwaniskveðju
Jón Eiríksson, ritari Geysis
jon.eiriksson@gmail.com
www.kiwanis.is/geysir


á myndinni eru frá vinstri Elin Joensen svæðisstjóri, Oddvør Hansen forseti Eysturøy, Simun Hammer forseti Tórshavn og Katrin Isfeld forseti Rósan