Stjórnarskiptafundurl hjá Heklu

Stjórnarskiptafundurl hjá Heklu


Kiwanisklúbburinn Hekla vill þakka, öllum aðstandendum 41. Umdæmisþingi Kiwanis Ísland-Færeyjar, fyrir vel heppnað og gott þing og óskar nýrri umdæmisstjórn til hamingju með kjörið. Starfsár Kiwanisklúbbsins Heklu hófst 6. september með félagsfundi og síðan skýrsluskilafundur 20. sept. Síðan var stjórnarskiptafundur  föstudaginn 30. september  s.l.  Sá fundur var haldinn að Kríunesi við Elliðavatn. Þarna mættu félagar og eiginkonur og einnig svæðisstjóri Freyjusvæðis  Snjólfur Fanndal og eiginkona. 
Forseti  klúbbsins Axel Bender setti fundinn og bauð alla velkona og gerði síðan matarhlé.  Eftir matinn hélt fundur áfram og bað forseti Björn Pálsson að koma til sín, en Björn var handhafi Heklubikarsins á síðasta starfsári, forseti afhenti Birni áritaðan skjöld til minningar um Heklubikarinn. Þá var komið af því að tilkynna hver hlyti Heklubikarinn að þessu sinni fyrir vel unnin störf á síðasta starfsári og  nú varð fyrir valinu Garðar Hinriksson. Eins og forseti sagði hefði Garðar unnið vel í nefndum og sinnt minningarsjóði Ásgeirs H. Einarssonar af stakri prýði. Axel Bender forseti Heklu fór yfir starfsárið 2010-2011, sagði frá styrktarverkefnum og að Heklufélagar hafi veitti 2,8milljónir í styrki á síðasta starfsári. Það kom fram hjá forseta að það væri búið að semja um leigu á Nesklukkunni, ÁTVR til 2 ára og Rauðaljónið til 1 árs. Forseti lýsti ánægju sinni með starfið og þakkaði öllum nefndum vel unnin störf og einnig þakkaði hann stjórnarmönnum samstarfið.  Nú var komið að stjórnarskiptum og bað forseti svæðisstjóra Snjólf  Fanndal að taka við. Snjólfur fékk með sér Þorstein Sigurðsson til aðstoðar. Snjólfur þakkaði fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf fyrir klúbbinn og Kiwanishreyfinguna. Síðan kallaði hann til næstu stjórn og hana skipa
 
Forseti: Guðmundur Oddgeir Indriðason
Kjörforseti: Þorsteinn Sigurðsson
Ritari:Birgir Benediktsson
Vararitari: Garðar Hinriksson
Féhirðir/gjaldkeri: Gísli guðmundsson
Fráfarandi forseti: Axel H. Bender.
 
Svæðisstjóri óskaði nýrri stjórn til hamingju og vonast eftir góðu samstarfi á komandi starfsári. Eins og sést á myndum frá fundinum er forsetinn í skrautlegum jakka, þessum jakka klæðist forset klúbbsins alltaf við stjórnarskipti. Saga jakkans hefur ekki verið skráð, en hann var gjöf frá Bandaríska móðurklúbbi Kiwanisklúbbsins Heklu árið 1983 og hefur verið notaður síðan við forsetaskipti.

Kiwanisklúbburinn Hekla.
Birgir Benediktsson ritari.