Vel heppnað Lambaréttakvöld.

Vel heppnað Lambaréttakvöld.


Föstudagskvöldið 28. október s.l.  voru Kiwanisklúbbarnir Hekla og Esja með Lambaréttakvöld og voru um 100 félagar og gestir mættir. Veislustjóri kvöldsins var Óskar Guðjónsson fyrrverandi umdæmisstjóri  og  gerði það með sóma. Menn gerðu mat og drykk góð skil og var kátt á hjalla. Ræðumaður var Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Landsambands sauðfjárbænda . Skemmtikraftar voru síðan Jóhannes Kristjánsson eftirherma og fór hann á kostum lýsti meðal annars því þegar það var skipt um hjartað í honum.  Gaman að sjá Jóhannes svona hressan. Töframaðurinn Jón Víðis var góður að vanda og tók m.a. Sigurð Pétursson úr skyrtunni án þess að hann færi úr jakkanum.
Ástbjörn Egilsson sá um uppboðið á listmununum og þar var greinilega vanur maður á ferð. Boðin voru upp 13 listaverk og seldust þau öll.  Mikið seldist af happadrættismiðum og voru margir vinningar dregnir út.  Klúbbarnir vilja þakka öllum styrktaraðilum sem komu að þessu, listamönnum, fyrirtækjum og einstaklingum.
Ágóði þessa kvölds mun fara í þau góðu verkefni sem klúbbarnir hafa unnið að og eiga eftir að vinna að.
Kiwanisklúbbarnir Hekla og Esja.