Fréttatilkynning frá K-dagsnefnd Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar.

Fréttatilkynning frá K-dagsnefnd Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar.


Kiwanishreyfingin afhenti styrki vegna Landssöfnunar Lykill að lífi á samkomu
í Ráðhúsinu á Alþjóðar geðheilbrigðisdeginum mánudaginn 10. okt. 
Það eru nú 40 ár síðan Kiwanishreyfingin hóf landssöfn til styrktar geðheilbrigðismálum með sölu K-lykilsins sem fer fram á 3ja ára fresti og er söfnunin nú í ár sú 13 sinn. Það var Eyjólfur Sigurðsson
Kiwanisfélagi og fyrrum heimsforseti KI sem kom með hugmyndina sem þróaðist í landsverkefni Kiwanis með landssöfnun og ávallt unnir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum“
Lykill að lífi til styrktar geðverndarmálum nýtur mikillar velvildar meðal þjóðarinnar og hafa landsmenn tekið vel á móti sölufólki okkar í gegnum tíðina og gert okkur kleift að standa við markmið söfnunarinnar sem eru:
  •  Að safna fé til styrktar endurhæfingu geðsjúkra með sölu K-lykilsins til almennings og fyrirtækja.
  •  Að vekja almenning til vitundar um málefni geðsjúkra.
  •  Efla forvarnir með stuðningi við foreldra
K-dagsnefndin þakkar, forseta Íslands hr. Óafi Ragnari Grímssyni fyrir að vera verndari Landssöfnunarinnar í ár, einnig færi ég þeim fyrirtækjum sem voru okkar helstu bakjarlar, Actavis, BYKO, Landsbankinn, N1, Alcoa, Norðurál og Rio Tinto Alcan, fyrir þeirra góða stuðning , einnig Margmiðlun sem sá um kynningarmál, og
Kiwanisfélaga um allt land fyrir fórnfúst sjálfboðastarf við söfnunina og síðast en ekki sýst, almenningi á Íslandi fyrir frábærar móttökur nú sem fyrr.
Kiwanislykillinn í ár er nú í fyrtsta sinn alvöru lykill sem kaupendur geta farið með m.a. í Byko og fengið frían skurð svo hann nýtist sem lykill að hurðinni heima.
En það var Hörður Baldvinsson stjórnaðmaður í K-dags nefndinn sem kom með þessa frábæru útfærslu, sem hefur vakið verðskuldaða athygli.
Einnig vil ég geta þess að í ár er einnig landssöfnun á vegum Kiwanis í Færeyjum og rennur söfnunin þar til styrktarverkefna þar og lýkur söfnuninn í Færeyjum síðar á árinu.
Til styrktarverkefna í ár fer kr. 22.500.000 sem skiptist þannig:     Kr. 8.500.000     til BUGL, sérverkefni sem snýr að þjónustu við ungt fólk m.a. á landsbyggðinni      Kr. 8.500.000     til Miðstöð foreldra og barna (MFB) sem er; foreldraefling, meðgönguhópar og tengslaeflingu. Miðstöðin er m.a með sérhæfð úrræði við fæðingarþunglyndi.    Kr. 5.500.000 til Lautarinnar  á Akureyri, sem er: „Athvarf fyrir fólk með geðraskanir“ (Styrkur til Lautarinnar verður afhentur á Svæðisráðsfundi Kiwanis á Akureyri)
Velferðarráðherra Guðbjartur Hannesson og Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri Kiwanis afhentu styrkina með K-dagsnefndinni,
Það er einlæg ósk okkar að styrkir Landssöfnunar Kiwanis „Lykill að lífi“ megi efla þeirra mikilvæga starf í þágu þess fólks sem þar nýtur þjónustu
Höldum í heiðri einkunarorðum Landssöfnunar Kiwanis „Lykill að lífi“
  „Gleymum ekki geðsjúkum„!

F.h. K-dagsnefndar
Gylfi Ingvarsson formaður
Netfag:  gylfiing@simnet.is  
Gsm  896 4001
 
Prentvæn útgáfa HÉR