Margar hendur vinna létt verk

Margar hendur vinna létt verk


Ágætu Kiwanisfélagar
Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegt ár með þökk fyrir það gamla. Eins og ykkur er kunnugt þá hefur húseign Kiwanishreyfingarinnar að Engjateig 11 verið seld Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og verður húsið afhent 15. janúar n.k.
Við erum að kanna möguleika á að leigja eða kaupa skrifstofuhúsnæði fyrir umdæmið en þangað til þurfum við að koma gögnum okkar í geymslu og höfum við fengið leigða geymsluaðstöðu. Þá er einnig rétt við þessi tímamót að hreinsa til og henda því sem má henda og geyma annað.
Við ætlum að hittast  laugardaginn 7. janúar kl. 10 á Engjateignum og erum að vonast til að sem flestir kíki við og aðstoði við þessa flutninga. Ef einhver býr svo vel að hafa til umráða sendiferðabíl má sá hinn sami hafa samband við undirritaðan.

Munið kjörorð þessa starfsárs: Margar hendur vinna létt verk
Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjór