Frá Ferðanefnd

Frá Ferðanefnd


Góðir Kiwanisfélagar
Bréf þetta er skrifað til að minna ykkur á Evrópuþing Kiwanis 2012. Þingið í á verður haldið í Bergen í Noregi 8.- 10. júní í sumar.
Eins og undanfarin ár áður gengst umdæmið fyrir ferð á þingið. Í boði er 8 nátta ferð. Fyrst  um nágrenni Bergen, en síðan verður dvalið í Bergen, þingið sótt  og ýmislegt annað sér til gamans gert.  Einnig er verið að vinna að styttri ferð sem miðast einungis við þingsókn.
 
Kosningarétt á Evrópuþingi hafa að hámarki 3 fulltrúar frá hverjum  umdæmisklúbbi, fyrrverandi Evrópuforsetar og umdæmisstjórar umdæmisins ásamt sitjandi umdæmisstjóra. Þingfulltrúa verður að skrá  a.m.k. 30 dögum fyrir þing. Undirbúningur og framkvæmd ferðanna er í vönum höndum okkar ágætu ferðamálafrömuða, hinna góðþekktu og víðreistu Didda og Bödda og er það bara ávísun á gæði og góða ferð.
Á þinginu verður Óskar Guðjónsson fráfarandi umdæmisstjóri í kjöri til embættis fulltrúa Evrópustjórar í heimsstjórn. Þar hefur fulltrúi umdæmisins ekki  setið síðan Eyjólfur Sigursson fyrir margt löngu. Á þessari stundu er Óskar einn í framboði, en framboðsfrestur rennur út 90 dögum fyrir þing. Fjölmenn liðssveit umdæmisfélaga væri honum mikill stuðningur og ef frændur vorir Norðmenn skila sér myndi það fara langt með að tryggja sætið. En þingið snýst ekki einvörðu um kosningu heldur að treysta tengsl við Kiwnaisfélaga í Evrópu og eiga góðar samverustundir í góðra vina hóp. Samhugur og skemmtileg heita hafa enda alltaf einkennt ferðir þeirra félaga.
Ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn þá er bara að hafa samband, fá upplýsingar og skrá sig til þátttöku!

Með Kiwaniskveðju

Björn Baldvinsson, Mosfelli –
boddi@centrum.is
– Sími 694 7300

Diðrik Haraldsson, Búrfelli –
diddiharalds@hotmail.com
 
Prentvæn útgáfa og ferðalýsing HÉR