Umdæmisþing laugardagur

Umdæmisþing laugardagur


Ragnar Örn Umdæmisstjóri setti fund kl 9.00 og byrjaði á því að kveikja á kerti til að mynnast látinna félaga og bað þingfulltrúa að rísa úr sætum og hafa 1 mínútu þögn, að því loknu var leikið Kiwanislagið á myndbandi. Ragnar tók síðan til máls og fór yfir dagskrá dagsinns,  síðan flutti Ragnar skýrslu sína og styklaði á því helsta og þau atriði sem þaraf að leggja árherslur á svo sem fjölgun í umdæminu, hjálmaverkefni, heimsóknir í klúbba, Ísgolf o.mfl.
Benóný Guðmundssom umdæmisritari kom næstur í pontu og flutti skýrslu sýna og talaði um skýrluskil, mætingu, og söfunarfé sem er um 30 miljónir og enn vantar tölur inn í þetta svo sem Ísgolf o.fl, styrkir hafa verið veittir fyrir 34 miljónir. Birgir Sveinsson umdæmisféhirðir kom næstur með sína skýrslu og sagðist hafa átt frábært samstarf við sína stjórnarmenn og kiwanisfélaga alla, öll gjöld eru að megni til í skilum, Birgir bað men almennt að husa vel um uppfærslu félagatala vegna þess að gjöldin eru rukkuð eftir því, m.a kom fram að tekjur eru umfram áætlun. Emelía Dóra erlendur ritari flutti næst sína skýrslu og kom inn á starf sitt sem tengiliður við Færeyjasvæði sem var samtvinnað embætti erlendsritara, og taldi hún þetta góða reynslu af samstarfi sínu við Færeyjasvæði. Elín Joenssen svæðisstjóri Færeyjasvæði flutti næst sína skýrslu og var hún flutt á Færeysku, sem er frábært þó svo menn skilji kannski ekk allt orð frá orði, en þess ber að geta að allar skýrslur sem fluttar eru hér á þessu þingi eru í þingblaði Kiwanisfrétta og eiga líka eftir að koma til birtingar á kiwani.is. Ágúst Magnússon svæðisstjóri Sögusvæðis kom næstur með sína skýrslu og fór yfir helstu ágrip hennar og m.a blaðið Umhverfið sem Hjörtur Þórarinnsson hefur alfarið séð um frá upphafi. Jafnframt sagði Ágúst að það vanta tölur í skýrslur í svæðinu og þar er átt við vinnustundir og tekjur , og einnig hallar á stóru klúbbanna þegar kemur að mætingu. Ágúst vill endilega prufa fjarfundarbúnað við svæðisstjórnarfundi þar sem vegalengdir eru miklar, að lokum þakkaði Ágúst riturum og öðrum samstarfsmönnum, sem og umdæmisritara fyrir gott samstarf. Þá var komið að Freyjusvæði og þar er í forsvari Snjólfur Fanndal og styklaði Snjólfur á stóru um sín störf og fannst ekki nógu gott skiplag á stjórnarskiptum þar sem sumir klúbbar væru með stjórnarskipti á sama degi. Sigurjón Pálson kom næstu fyrir Óðinssvæði Sigurjón var ánægður með nýja svæðaskipan og að hafa fengið
tvo nýja öfluga klúbba í svæðið , ánæglulegt starf í svæðinu og þakkað Sigurjón embættismönnum fyrir samstarfið  og þar sem það er venja í Óðinssvæði að veita styrk og var Fuglasafni á Mývatni styrk upp á rúma fimmhundruð þúsund króna frá klúbbunum í svæðinu. Ægissvæði var næst og flutti Bergþór svæðisstjóri sína skýrslu og sagði þetta embætti hafa gert sig að betri kiwanismanni. Bergþór fór yfir heimsóknir og stjórnarskipti í klúbbunum, svæðiráðsfundi ísgolf o.fl. Bergþór sagði frá því að hann þakkaði fyrir að hafa fengið að kynnast  nýju fóki og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar í starfi á næsta starfsári.
Næst voru opnaðar umræður um skýrslum stjórnamanna. Nokkurar fyrirspurnir komu fram og fyrstur var Gylfi Ingvarsson í sambandi við styrki og réttar tölur. Fimm tóku til máls utan Gylfa.
Formaður kjörnefndar Ástbjörn Egilsson var næstu á mælendaskrá og skýrði frá því að 117 væru mættir sem hafa atkvæðisrétt á þessu þingi. Að þessu loknu var tekið kaffihlé.
Næst á döfinni, fram að hádegi eru fjárhagsáætlun og reikningar og steig Arnór L Pálsson næstu í pontu og fór yfir fjárhagsáætlun 2012 – 2013 og í framhaldi var tekin fyrir fjárhagsáætlu Kiwanisfrétta fyrir sama starfsár og því liggur fyrir tillage með þessar fjáhagsáætlun og opnaði Ragnar Örn umræður um þessa fjárhagsáætlun en eingin vildi taka til máls og því var þetta borið upp til atkvæða og var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Atli Þórsson f.v umdæmisféhirðir kom næstur með reikninga 2010 – 2011 að loknu erindi Atla og síðan var opnað fyrir umræður. Þrjár fyrirspurnir komu úr sal og Atli svaraði síðan fyrirspurnum af röggsemi og með allt
á hreinu  en ein fyrir spurn var í sambandi við það fé sem við fengum fyrir sölu á Engjateig og svaraði Ragnar Örn þeirri fyrirspurn.
Reinkningarnir voru síðan bornir upp til atkvæða og voru þeir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum og var stjórn 2011-2012 gefið gott lófatak.
Næst var borin upp tillaga um skoðunarmenn reikningou þeir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum og var stjðunarmenn reikning sem var samþykkt en sömu menn verða áfram. Skýrsla styrktarsjóðs var næst flutt og sá Björn Ágúst um flutning hennar, Björn byrjaði á að þakka meðnefndarmönnum sínum samstarfið og fór síðan yfir verkefni sjóðsins og lýsti jafnframt ánægju sinni með Ísgolfverkefni Eldeyjar, og góða hluti sem klúbbar í Færeyjum hafa verið að gera. Sjóðurinn lagði fram 500 þúsund í söfnunina Á allra vörum í gær, það kom einig fram að staða sjóðsinns er góð og m.a átti sjóðurinn hlutafé í Engjateigi 11. Sigurði Péturssyni var þökkuð góð störf í þágu sjóðsinns og lagersinns. Björn var með tillögu um kosningu stjórarmanna í sjóðinn eða varamenn í stjórnen það væru þeir  Sigurður Svavarsson og Þröstu Jónsson. Eingin tók til máls um reikninganna og voru þeir bornir upp til atkvæða og voru þeir samþykktir samhljóða, síðan var tillaga Björns um þessa stjórnarmenn tekin fyrir og voru þeir kjörnir með lófataki.
Næst var tekið hádegisverðarhlé ti kl 12.54 á staðartíma, Ragnar Örn umsæmisstjóri er með eindæmum nákvæmur í sinni stjórn.
Eftir hádegisverðarhlé var dagskrá þingsinns haldið áfram  á kynningu á kjörumdæmisstjóra 2013-2014 en eingin hefur gefið sig fram og því hugmynd að skipa 3 manna nefnd til að finna kjörumdæmisstjóra nefndina leiðir Dröfn Sveinsdóttir, og með henna í þessari nefn eru Sæmundur Sæmundsson og Sigurgeir Aðalgeirsson nefndin skili síðan tillögum fyrir umdæmissjórnar fund  í haust. Næst ávarp erlendra gesta fyrstur var Paul Inge Paulsen Evrópuforseti sem kemur frá Noregi, síðan Ralph Castellan umdæmisstjóri Norden og að síðustu Alan Penn heimsforseti. Heimsforseti var með skemmitelgt erindi og leiddi þingfulltrúa í Kiwanisspurningarkeppni og ahendi pinnmerki í veðlaun. Næstur kom Eyjólfur Sigurðsson f.v heimsforseti í pontu og hreinlega hraunaði yfir heimsstjórn vegan þess að ætla að taka af okkur umdæmistitilinn vegan þess að við eru ekki með þúsund félaga. Fór Eyjólfur yfir þessi mál yfirstjórnar og að ekki væri got að flytja allt til USA frá Evrópu.
Eyjólfur bar fram tillögu um að mótmæla þessu með félagafjölda í umdæminu og tekið tilit til fólksfjölda og lega þessara landa, og stóðu gestir upp og klöppupu fyrir ræðu Eyjólfs og síðan bar Ragnar upp tillögu Eyjólfs sem var samþykkt einróma. Alan Penn heimsforseti kom til að svara og þakkaði Eyjólfi fyrir að bera þetta erindi upp í dag og sagði að menn vestnahafs verði að skilja að Kiwanis er ekki bara hreyfing í USA heldur alþjóðahreyfing.

Næst tók Óskar Guðjónsson að sér að afhenta viðurkenningar frá KI um fyrirmyndarklúbba og síðan fengu tveir f.v svæðisstjórar viðurkenningar fyrir góð störf. Næst komu þeir Eyþór og Guðlaugur frá Eldey í pöntu og sagði Guðlaugur frá verkefninu í máli og myndu og hvað hefði á daga þeirra drifið á þessu stærsta golf hring sögunar og að lokum veittu þeir félagar viðurkenningar til þeirra sem tóku þátt í þessu verkefni með styrkjum.
Nú var tekið tíu mínútna langt kaffi hlé. Að loknu hléi var tekið til við að afhenta viðurkenningar og styrki og hlutu t.d 7 klúbbar fyrirmyndarviðurkenningu, nefndarformenn hlutu viðurkenningar og síðan veitti Björn Ágúst tvo styrki frá Styrktarsjóða til átaksin Á allra vörum og annarsvegar Blá Naglanns síðan er það hefð að veita styrk í það bæjarfélag sem þingð fer fram og veitti hann styrk til Brunavarna Reykjanesbæjar. Forseti Keilis kom næstur og afhent tvo styrki frá Keili og einnig voru það Brunavarnir sem urðu fyrir valinu og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar fékk hinn styrkinn.
Guðmundur Oddgeir sagði frá stöðu hjálmaverkefnisinns og í lok hans erindi afhenti umdæmisstjóri honum viðurkenningu fyrir vel unnin störf.
Síðan var kynning á nýrri stjór Umdæmisinns undir forystu Hjördísar Harðardóttir.
Kynning á þingstað 2013 sem er Hafnarfjörður og kynnti Þyri Marta þingið sem fram fer að stórum hluta í Kaplakrika og sýnt var myndband.
Engin tillaga hefur komið fram með þingstað 2015 þannig að það verður ekki ákveðið núna á þessu þingi.
Undir liðnum önnur má tók Haukur frá Ós fyrstu til máls  og talaði um gæluverkefni sem ákveðið var á þinginu á Höfn “Karlar og krabbamein” héldu þeir kynningarfund sem mættu yfir hundrað manns í sautján hundruð manna bæjarfélagi. Eftir þennann fund fóru menn í tékk og greindust 5 af þessum fundagestum með krabbamein í blöðruhálskyrtli. Sæmundur Sæmundsson kom næstur í pontu og þakkaði Umdæmisstjóra og umdæmisstjórn fyrir got þing og talaði um að breyta þingum og gera þau skilvirkari en þetta er búið að vera eins í fjölda ára. Gylfi Ingvarsson var næstur og tók undir með Sæmundi að sumu þar að breyta og skýrði frá styrkjum sem K-dagsnefnd hefur veitt, og sagðist Gylfi vera stoltur af verkefninu og hvernig til hefur tekist. Óskar Guðjónsson kom upp fyrir stjórn Eldeyjar og skýrði að Eldey ætlað að gerast Módelklúbbur í þessu nýja heimsverkefni og ætla að safna 80 þúsund á hver félaga á næstu fjórum arum. Óskar þakkaði fyrir samstarf við gott Kiwanisfólk og þakkaði umdæmisstjóra fyrir got þing og óskaði Hjördísi góða gengis. Torhildur frá Emblu kom næst og sagði að hjálmaverkefnið væri hennar uppáhald og vildi hún breyta útliti á hjálmunum og hafa 1 lit.
Ragnar Örn umdæmisstjóri frestaði síðan þingfundi til kvöld kl 16.22
 
Myndir frá laugardeginum má nálgas HÉR og í myndasöfnum