Ráðstefna horft til framtíðar

Ráðstefna horft til framtíðar


Eftir hádegi í dag blés Hjördís Harðardóttir til ráðstefnu undir heitinu Horft til framtíðar og fundarstjóri var Dröfn Sveinsdóttir sem setti fundinn og skýrði frá dagskrá fundarinns
  Fyrstur á mælendaskrá var Ástbjörn Egilsson formaður laganefndar og kynnti hann nýju klúbbalögin og sagði frá því ferli en klúbbalögin væru það gömul að þörf væri á því að betrumbæta og því væri margar nýjungar í þessum lögum. honum til aðstoðar var Óskar Guðjónsson og gaf
 Ástbjörn Óskar Guðjónssyni orðið en Óskar var búinn að vinna glærur um helstu breytinar á nýju klúbbalögunum sem við verðum að samþykkja á nást starfsári.
Ástbjörn tók síðan aftur til máls til að rýna betur í þessar breytingar og bað um spurningar ef einhverjar væru. Menn voru ósáttir við það að hafa 1 fund í mánuði og nokkurar spurningar komu fram um þessu nýju lög en þetta á að sjálfögðu eftir að kynna í klúbbunum.
 Næstur kom Björn Ágúst formaður styrktarsjóðs  í pontu og kynnti nýja heimsverkefnið stífkrampaverkefni okkar
 Tómas Sveinsson talaði um heimsíðu hreyfingarinnar  og fór yfir helstu atriði og umsýslukerfið sem síðan er keyrð á. Í Framhaldi af erindi Tómasar kom Konráð Konráðsson í pontu og fór yfir élagatalsgagnagrunnin sem er tengdur Kiwanis.is. Og fór Konráð ýtarlega yfir þett með fundarmönnum en heimsíðunni var varpað upp á tjald til skýringar.
Síðast á dagskrá ráðstefnunar var konur í Kiwanis í 25 ár. Guðbjörg Pálsdóttir formaður kvennanefndar fór fyirir þessu erindi og fór yfir sögu kvenna í Kiwanishreyfingunni Þyrí Marta kom næst og sagði frá stofnun fyrsta kiwanisklúbbs kvenna á Íslandi. Og til gamans var varpað á tjaldið á meðan gömlum myndum úr kvennastarfinur og eins myndbandi frá stofnun Hörpu fyrsta kvennaklúbb landsinns.
Elin Joenseb Svæðisstjóri Færeyjasvæðis  frá Rósan í Færeyjum kom næst í pontu og sagði frá konum í Kiwanis í færeyjum og stofnun Rósan. Að loknu erindi sínu kallaði hún Hjördísi og færði henni gjöf.
 Næstur kom Sigurður Pétursson í pontu  og sagði frá upphafi að fá konur í Kiwanis en Sigurður koma að því að fá konur til liðs við hreyfinguna og stofnun fyrsta kvennaklúbbs landsinns Hörpu
Torfhildur frá Emblu Akureyri komn næst með skemmtilegt erindi frá  stofnun Emblu á Akureyri og viðskipti við karpeninginn í Kiwanis norðan heiða.
 Nýr formaður kvennanefndar tók næst il máls  og sagði að konum hafi fjölgað úr 42 í 87 frá 2oo8 . Kvennanefnd vinnur nú að því að stofna klúbb með konum sem hættar eru að vinna og geta fundað að degi til. Að lokum var öllum konum sem hafa gegnt embættum í hreyfingunni gert að standa upp og gefið got lófatak og að lokum fékk Hjördís blómvönd frá kvennanefnd, og þar með lauk þessum þingdegi og næst á döfinni er setningin í Safnaðarheimilinu kl 20.30.