Jólakveðja umdæmisstjóra

Jólakveðja umdæmisstjóra


Ágætu Kiwanisfélagar,

Nú þegar jólin ganga í garð gefst  tími til að líta upp frá amstri dagsins, rækta sambandið við fjölskylduna og vini og hlaða batteríin áður en tekist er á við hversdags leikann að nýju. Kiwanisstarfið það sem af er starfsári hefur gengið mjög vel og mjög virk starfsemi í öllum klúbbum. Í jólamánuðinum eru margir kiwanisfélagar okkar að leggja á sig mikla vinnu við ýmsar fjáraflanir, efla félagsandann og uppskera mörg bros og þakklæti þegar  styrkir eru veittir úr styrktarsjóðum klúbbanna.
Jólin eru tími þakkargjörðar. Við minnumst fæðingar frelsarans og þeirrar lífsýnar sem hann vísar til. Við hlúum að hvort öðru, styðjum og styrkjum hvort annað til góðra verka.
Margir vinir okkar og Kiwanisfélagar hafa fallið frá á þessu ári. Hugur okkar allra er hjá þeirra fjölskyldum.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og árs og friðar.

Ragnar Örn Pétursson Umdæmisstjóri