Jólafundur Kötlu

Jólafundur Kötlu


Jólafundur Kötlu var haldinn 14. desember 2011 í Glersalnum í Kópavogi. Mættir voru um sextíu manns, félagar og gestir þeirra. Sigrún J. Jónsdóttir las jólasögu sem fjallaði um jólagjöfina frá lítilli stúku, lítið box fyllt með karleika til föður síns. Veislugestum var boðið upp á hlaðborð af góðum mat, jólagraut og möndlugjöf.
Nýr félagi Vilhjálmur A. Albertsson bættist í hópinn og bjóðum við hann velkominn. Ásmundur Jónson félagi okkar var  fimmtugur 10. þessa mánaðar og fékk hann að því tilefni fána Kötlu. Ekkjum fyrrverandi félaga voru færðir blómvendir. Ennfremur fór sr. Lena Rós Matthíasdóttir með hugvekju og tók á móti styrk í formi marmatarbréfa til bágstaddra. Félagar og gestir sungu jólalögin hver með sínu nefi og Pétur Úlfarsson 12 ára spilaði á fiðlu við góðar undirtektir.  Við Kötlufélagar óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.
J.K.G.