Jólafundur Heklu.

Jólafundur Heklu.


Jólafundur Heklu var haldinn 16. desember að Engjateig.  Forseti bauð alla velkomna, gesti, eiginkonur og félaga. Mæting var góð 19 félagar og 32 gestir. Það hefur verið hefð hjá Heklu félögum að bjóða ekkjum látinna félaga á jólafundinn og mættu þær sjó að þessu sinni. Séra Hjálmar Jónson ver fenginn til að vera með hugvekju. Fyrir matarhlé var sunginn sálmurinn „Borinn er sveinn í Betliheim“. Að venju var boðið upp á hangikjör heitt og kalt og möndlugraut í eftir rétt. Eitthvað hefur farið úrskeiðis með möndluna en hún fannst ekki og þar af leiðandi engin möndluverðlaun. Forseti minnti á fundinn í hádeginu á gamlársdag að Engjateig og sagði jafnframt að það yrði okkar síðasti fundur í húsinu. Björn Pálsson sagði fundarmönnum að Heklufélagar ætluðu að vera með flugeldasýningu á þrettándanum fyrir íbúa Hrafnistu bæði í Reykjavík og Hafnarfirði.
 
Nú var komið að afhendingu 35 ára merkis og það er Sigurður R. Pétursson sem hlýtur það. Sigurður gekk í Kiwanisklúbbinn Heklu 12. desember 1976. Sigurður hefur verið forseti frá 1987-1988, 1999-2000 og 2009-2010. Störf Sigurðar hafa verið mörg bæði fyrir klúbbinn og Kiwanishreyfinguna. Hann var svæðisstjóri Þórssvæðis 1990-1991 einnig umdæmisstjóri Kiwanis-Ísland-Færeyjar árið 2004-2005. Forseti þakkaði Sigurði fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir klúbbinn og Kiwanishreyfinguna.
Forseti bauð nú Séra Hjálmari að flytja fundargestum hugvekju. Hjálmar byrjaði á því að afsaka sig og sagði að misskilningur hafi verið á milli sín og Theodórs S. Georgssonar (klúbbfélagi okkar) um fundartíma, Theodór hafði sagt 17. desember.
„Þegar ég var á leiðinni til ykkar kom þessi vísa upp í huga minn. (birt með leifi höfundar).“
Okkur dugir ekkert slór
á því lítið vinnst
En ég skal tala við Theodór
með tveimur hrútshornum minnst.
Séra Hjálmar flutti síðan hugvekju og fjallaði um aðventuna og aðdraganda jólanna ásamt gamanmáli og vísum. Nú var sunginn sálmurinn „Heims um ból“
Nú hvatti sér hljóðs Sigurður Jónsson píanóleikari og sagðist hafa tekið eftir því að Séra Hjálmar hafi komið seint á fundinn og þá datt honum þetta í hug. (birt með leifi höfundar)
Þótt kæmi Séra Hjálmar seint
sáum við gegnum fingur
því það var ekki illa meint
aðeins misskilningur.
Forseti hafendir gjafir til gesta sem þakklætisvott fyrir framlag þeirra til klúbbsins. Að lokum óskar forseti gestum og fundarmönnum gleðilegra jóla og þakkar fyrir ánægjulegan fund.
Heklufélagar óska öllum Kiwanisfélögum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.

Birgir Benediktsson
ritari Heklu.