Frá Kjörumdæmisstjóra

Frá Kjörumdæmisstjóra


Ágætur umdæmisstjórnarfundur var haldinn í gær en því miður þá voru nokkur forföll hjá umdæmisstjórnarmönnum. Þrátt fyrir það var fundurinn góður og í skýrslum umdæmisstjórnarmanna og nefndarformanna kom fram að alls staðar er gott starf í gangi hjá klúbbunum Núna framundan eru tvö stór verkefni, hjálmaafhending eftir páska og síðan K-dagurinn.
Hvernig til tekst á K-deginum verður okkur einum að þakka eða kenna. Það er nauðsynlegt að allir kiwanisfélagar leggi hönd á plóginn og taki þátt af fullum krafti. Verði svo mun okkur ganga vel. Það er ekki hægt að kvarta yfir undirbúningnum, K-dagsnefndin hefur unnið sleitulaust í eitt ár við undirbúning og staðið sig frábærlega vel. Gangi okkur öllum vel í verkefnunum framundan. Gleðilega páska