Heklufélagar styrkja knattspyrnumót hjá FRAM.

Heklufélagar styrkja knattspyrnumót hjá FRAM.


 

Í dag 30. apríl styrktu Heklufélagar knattspyrnumót drengja hjá FRAM með afhendingu á medalíum til allra þátttakanda og síðan voru grillaðar pylsur fyrir alla, einnig fullorðna og skolað niður með Svala. Þátttakendur voru um 160 drengir. Þarna eru á ferðinni efnilegir knattspyrnumenn sem létu veðrið ekki hafa áhrifa sig,
 en eins og sést á myndunum var dágóð snjókoma.  Allir fengu pylsu og medalíu og fóru glaðir heim.

Kiwanisklúbburinn Hekla hefur styrkt þetta drengjamót hjá FRAM til fjölda ára.

 

Kveðja

 

Birgir Benediktsson

ritari Heklu