Kiwanisfréttaskot frá umdæmisstjóra

Kiwanisfréttaskot frá umdæmisstjóra


Kiwanisklúbburinn Eldfell verður til. Í síðustu vikur skrifuðu 22 Kiwanisfélagar undir beiðni um stofnun Kiwaniaklúbbsins Eldfells-Reykjavík, en stofnfélagar verða vonandi hátt í 30. Þar með hleypir fyrsti græðlingklúbbur landsins heimdraganum.
Tengslin við Helgafell, sem að sjálfsögðu verður móðurklúbbur Eldfells, eru slitin og alvöruklúbbur með eigin klúbbstjórn og -skipulagi tekur til starfa. Klúbbnum verður skipað í Sögusvæði og þar með eru fellin orðin 4 þar, Helgafell, Búrfell, Eldfell og svo bætist Mosfell í hópinn 1 okt. Stefnt er að víglsa klúbbsins fari fram í Eyjum 6. maí. Við óskum Eldfellsfélögum til heamingju með að hafa tekið þetta heillavænlega skref og Helgafellsfélögum fóstrunina.
 
Hjálmar og K-lyklar komnir til landsins.
Nýjir Kiwanishjálmar eru komnir til landsins og verða afhentir í síðustu viku apríl. Svæðisstjórar eru tengiliðir Hjálmanenfdar, en áríðandi er að þeir sendi formanni nefndarinnar yfirlit yfir nemendafjölda í 1. bekk á skólum í sínu svæði. Þar sem hjálmarnir eru bleikir og bláir væri gott að kynjaskipting fylgdi líka. Ekki verður neinum litum þröngvað uppá krakkana, stelpur geta fengið bláa og öfugt!

K-lyklar eru einnig komnir til landsins og er von á að K-dagsnefnd sendi sýnishorn til klúbba við fyrsta tækifæri. Sífellt bætast fleiri styrktaraðilar í hópinn, nú síðast Byko sem mun styrkja verkefnið og jafnframt skera lyklana handhöfum að kostnaðarlausu. ar sem Byko er ekki með starfsstöð væri sjálfsagt að semja við aðra aðila um skurð, t.d. hafa Hornfirðingar gert slíkan samning við Húsasmiðjuna á staðnum.  Félagar eru minntir á að vera í nánu bandi við nefndina og kynna sér efni frá henni á heimasíðunni. Hægt er að selja lykla í forsölu eða kalla eftir kauploforðum en mótun á dagskrá söfnunarinnar dagana 10-14 maí er í lokamótun. Sjálfsagt er fyrir klúbba að kalla eftir kynningu á verkefninu. En nú ríður á að fara að skipuleggja söluna, kanna hvað marga lykla félagar ætla að selja og hvað margir hjálparhellur fá í hendur. Allt er að ske og það er komið að okkur að standa sig eins og nefndin hefur gert. Við ein getum klúðrað þessu einstaka tækifæri. Nýr lykill, ný dagsetning, nýjir styrkþegar, en sömu væntingar og sama tiltrú á að við leggjum okkur fram í þáu góðs málstaðar og göfugs verkefnis - Virkjum Kiwaniskraftinn - Ábyrgðin á glæsilegum K-degi er okkar - okkar allra.


Ný svæðaskipan rædd í Eddu- og Þórssvæðum.
Síðastliðinn laugardag var haldinn sameiginlegur svæðisráðsfundur Eddu og Þórs. Svæðisstjórnir hafa markvisst unnið að innleiðingu og sameiningu svæðanna. Sú frábæra undirbúningsvinna kemur til með að skila sér strax í haust. Á fundinum var tillaga svæðisstjórnanna að nafni á nýju svæði, Freyjusvæði,  lögð fram fyrir svæðisráðin til afgreiðslu. Heilmiklar umræður urðu um nafngiftina, og sitt sýndist hverjum.Að lokum sættust félagar þó á tillögu svæðisstjórnanna. Einnig var uppstilling til næstu svæðisstjórnar afgreidd, en hún verður undir forystu Snjólfs Fanndals, Kötlu,  en Hörður Mar , Elliða, verður kjörsvæðisstjóri. Allir svæðaklúbbar eiga fulltrúa í nýrri stjórn. Hér má og nefna að stefnt er að því að halda sameiginlegan fund Óðins og Grettis, með svipuðu upplagi, í lok mars.
  


Óskar Guðjónsson Umdæmisstjóri