Ölversfélögum fjölgaði um 6 á Gellunni

Ölversfélögum fjölgaði um 6 á Gellunni


Kiwanisfélagar í Ölver í Þorlákshöfn, héldu sína árlegu Gellu í Ráðhúsinu sínu laugardagskvöldið 19. mars. Gellan þeirra Ölversmanna á sér langa sögu en hefur tekið breytingum í áranna rás. Eitt  hefur þó alltaf verið aðalatriðið, þ.e. fiskur er á boðstólum  eins nafnið gefur til kynna. Reyndar var fullt af gellum líka á  Gellunni, en það er önnur saga
 
Jóhannes Kristjánsson, eftirherma var kynnir kvöldsins og fór á kostum eins og hans var von og vísa. Ýmis skemmtiatriði voru flutt og voru hreint afbragð. Og þá voru 6 nýir félagar teknir inn klúbbinn, sem orðinn er annar stærsti Kiwanisklúbbur landsins.
Um eitt hundrað manns skemmtu sér svo fram á nóttina undir dynjandi tónlist DJ-sins.