Konum fjölgar í Kiwanis

Konum fjölgar í Kiwanis


Á fundi Sólborgar sem haldinn var  í gærkveldi gerðist sá skemmtilegi atburður að teknar voru 8 nýjir félagar í Sólborgu.  Þessar nýju konur ætla að starfa sem græðlingsklúbbur Sólborgar og munu þær halda sína fundi í húsi Kiwanisklúbbsins Elliða, Elliðakoti á Grensásvegi. 
Á næsta fundi eigum við von á því að tvær til viðbótar bætist í hópinn og gerist félagar.  Stefnt er að því að fljótlega á næsta starfári verði hægt að stofna og vígja fullgildan Kiwanisklúbb sem fengið hefur nafnið Dyngja.