Heklufélagar afhenda peningagjöf.

Heklufélagar afhenda peningagjöf.


29. mars s.l. afhentu Heklufélagar Íþróttasambandi fatlaðra kr. 80.000,- í styrk. Við afhendinguna þakkaði forráðamaður þeirra Heklufélögum þann hlýhug sem þeir hafa til Íþróttasambands fatlaðra.

            “Stærsta verkefni Íþróttasambands fatlaðra árið 2011 er þátttaka Íslands á alþjóðaleikum        
            Special Olympics í Grikklandi 25. júní – 4. júlí. Fjármögnun verkefna hefur verið erfið
            undanfarið en ÍF hefur ávallt notið mikils stuðning og velvilja, fyrirtækja sem almennings. Þrátt
            fyrir tímabundna erfiðleika var ákveðið að nýta kvóta Íslands og senda 38 íslenska keppendur
            á alþjóðaleikana til keppni í 8 íþróttagreinum. Umfang og glæsileiki alþjóðaleika Special             
            Olympics líkist helst ólympíumótum en keppnisform er gjörólíkt.”


            Með Kiwaniskveðju


           Birgir Benediktsson
           ritari Heklu.