45 ára afmæli Kötlu - 1. apríl 2011

45 ára afmæli Kötlu - 1. apríl 2011


Afhending silfurstörnunnar: Águst Almy og Julietu, Ólaf Sveinson og  Guðbjörgu, Sigurjón Má Pétursson og Birnu.  Félögunum var veitt silfurstjarna fyrir vel unnin störf innan Kiwanishreyfingarinnar og eiginkonur þeirra fengu blómkvisti að launum fyrir dyggan stuðning.
Í tilefni 80 ára afmælis Harðar Péturssonar þann 7. mars, var honum veittur afmælisplatti og golfkúla að gjöf frá félögum og eiginkona hans fékk blómkvist dyggan stuðning. Ragnheiður E. Ragnarsdóttir frá Öskjuhlíðarskóla var beðin að taka við styrktargjöf frá félögum fyrir sumardvöl barna að Laugum í Holtum kr. 500 þúsund.Boðið var upp á rjómalagaða aspassúpu með sherrýrjóma toppi í forrétt.  Í aðalrétt var ofnbakað lambalæri og kalkúnabringa með kartöflugratíni, smjörssteiktu rótargrænmeti, fersku salati og rauðvínssósu. Í eftirrétt var ástaraldinterta með berjasósu, kaffi og konfekt.

Skyttunnar þrjár  
Steinn Hermannsson fór með 10 ára gamlan brag sem hann uppfærði í nútímalegt form. Þar fjallaði hann um klúbbstarfið og fengu félagar gamansamar lýsingar á eigið ágæti. Nokkrar vísur fuku einnig um dygga vinkonu Kiwanisfélaga – „Frænku“.      
Þröstur Jónsson sló í bjölluna og fjallaði um ágæti kvenna; Konur eru stoð og stytta, þær vinna hljóðlega. Hann las einnig kvæði Davíðs Stefánssonar Gullna hliðið upp úr alkunnri þjóðsögu, Sálinni hans Jóns míns. Þjóðsagan er einstök í sinni röð og fjallar um fórnfýsi kerlingar við að koma sál Jóns inn í himnaríki.
Hörður Pétursson var í essinu sínu og fór með gamanmál um Kötlufélaga; Gísla, Ólaf og Ólaf, Árna, Bjarnar, Kristinn, Helga og Gísla forseta.

Gestirnir Hilmar Hjartarson og Þorvaldur Skaftasson héldu uppi fjöri, þeir spiluðu á harmonikku og gítar og sungu, allir veislugestir tóku undir. Dansað var fram á nótt en fundi var slitið klukkan 22.40. Allir skemmtu sér konunglega og fóru sælir heim.