Reiðhjólahjálmarnir komnir til landsins

Reiðhjólahjálmarnir komnir til landsins

  • 31.05.2010

Kiwanishjálmarnir sem Kiwanishreyfingin á Íslandi gefur í samvinnu við Eimskip komu til landsins í morgun og verða afhentir öllum börnum sem eru að ljúka 1. bekk í grunnskólum landsins.
Á morgun þriðjudag 1. júní verður  byrjað að senda hjálmana út á land og eru forsvarsmenn klúbbanna beðnir um að bregðast skjótt við til að ná að afhenda hjálmana í skólunum áður en þeim lýkur. Það eru eindregin tilmæli til kiwanisklúbbanna úti á landi að þeir hafi samband við þá fjölmiðla sem gefa út staðarblöð og fái þau til liðs við sig við afhendinguna og segi frá henni.
Fyrstu hjálmarnir í Reykjavík verða afhentir í höfuðstöðvum Eimskips við Sundahöfn   miðvikudaginn 2. júní kl. 10.00, en þá koma nemendur úr fjórum  skólum í  Reykjavík og taka við sínum hjálmum. Ýmislegt verður gert til skemmtunar.  
Kiwanisfélagar eru hvattir til að líta við í höfuðstöðvum Eimskips.
 
Ragnar Örn Pétursson Upplýsinga- og blaðafulltrúi Kiwanis