Kynningarfundur í Borgarnesi

Kynningarfundur í Borgarnesi

  • 30.01.2010

Á fimmtudagskvöldið var haldinn kynningarfundur í Hyrnunni í Borgarnesi og á hann mættu bæði konur og menn.  Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri sá um að kynna hreyfinguna, markmið hennar og helstu verkefni.   Hjördís Harðardóttir í Kvennanefndinni sagði gestum frá hvernig er að vera í kvennaklúbb eins og Sólborgu í Hafnarfirði.  Matthías G. Pétusson fráfarandi umdæmisstjóri  sagði síðan frá því hvað það væri gefandi að vera í Kiwanisklúbb og hvað það væri mikil samheldni á milli félaga í hans klúbb.
Fundargestir hlustuðu með miklum áhuga og var ekki annað að heyra en að konurnar í hópnum hefðu  mikinn áhuga á að reyna að mynda klúbb í Borgarnesi.  Ætlar þær að tala við konur í kringum sig og kanna áhugann.    Kvennanefndin mun að sjálfsögðu halda vel utan um þetta verkefni og kannski með hækkandi sól  mun rísa nýr kvennaklúbbur í Borgarnesi.
Það sem konum finnst áhugavert við Kiwanis er að við erum að styrkja börn það málefni höfðar sérstaklega til kvenna, verum því dugleg að segja fólki  hvað við erum að gera  og hverja við erum að styrkja. 
Vel gengur með kvennaklúbbinn Í Reykjanesbæ, nafn er komið á klúbbinn hann mun heita Varða.  Innan skamms megum við  því eiga von á því að nýr kvennaklúbbur verði stofnaður í Reykjanesbæ.   Konum fer fjölgandi í Kiwanis og það eru  einmitt markmið Kvennanefndarinnar að sjá til þess að konur viti að Kiwanis er fyrir konur og að fjölga konum í hreyfingunni.   Kvennnefndin virðist vera á réttri leið og mun halda áfram að  kynna Kiwanis og fjölga konum í hreyfingunni.

Kvennanefndin
Hjördís, Guðbjörg og Sigrún