Umdæmisstjórnarfundur

Umdæmisstjórnarfundur

  • 24.01.2010

Umdæmisstjórnarfundur var haldinn laugardaginn 23 janúar.  Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri setti fund kl 9.00 og bauð menn velkomna og breytti aðeins til í stað þess að menn kynntu sig þá tók Óskar upp nafnakall. Óskar fór síðan ýtarlega yfir starfið í skýrslu  sinni
 og sagði jafnframt að kynningarfundur um Kiwanis yrði væntanlega í Borgarnesi í lok janúar til að reyna að endurvekja Smyril og hjálpa þeim að koma starfinu á laggirnar aftur, og að Sigurður Pétursson hefði verið fengin til að setja upp sýningu í tilefni 50 ára afmælis Kiwanis á Íslandi sem verður 2014.  Síðan hófust hefðbundin fundarstörf með því að umdæmisstjórnarmenn, svæðisstjórar og nefndarformenn fluttu skýrslur sínar. Óskar kom inn á veikindi Geirs kjörumdæmisstjóra en hann fékk hjártaáfall um áramótin, og samkvæmt lögum Kiwanis sem Ástbjörn Egilsson sem kom í pontu og flutti,  þá er ekki ljóst hvenær Geir getur tekið til starfa og í ljósi þess þarf að kjósa annan kjörumdæmsistjóra til að gegna starfinu tímabundið og verður sá aðili að hafa kjörgengi til Umdæmisstjóra og lagði laganefndi til að Umdæmisstjórnin færi í það strax að finna staðgengil þar til séð verður hvenær Geir geti tekið til starfa aftur þar sem mikil undirbúningur er í gangi fyrir næsta starfsár og óskuðu fundarmenn Geir skjótum og góðum bata.
Í umræðum um skýrslur umdæmisstjórnar  voru flestar í sambandi við Svæðisstjóra skýrslur, en þær koma allar hér inn á vefinn um leið og fundargerðin. Síðan voru skýrslur nefndarformanna fluttar og m.a sagði Guðmundur Oddgeir að hjálaverkefnið væri komið á góðan skrið og væru hjálmarnir öðruvísi að þessu sinni og væri öll hönnun á lokastigi og þessi hjálmur er fjölnothæfari t.d hjólreiðar, bretti, skíði og jafnvel hestamensku. Guðmdur Oddgeir sagði  jafnframt að afhendingardagur væri í kingum sumardaginn fyrsta. Björn Baldurson kom í pontu  og kynnti Kiwanisferðina sem á að fara í tengslum við Evrópuþingið og eru 25 búnir að staðfesta en áætlað er að fara með 35 manns og því eru tíu sæti laus ennþá, og ef menn hafa áhuga þá er  um að gera að hafa samband við Björn. Tíðrætt hefur verið um fjölgun og var það engin undartekning á þessum fundi og eins og staðan er í dag hafa 15 manns gengið í Hreyfinguna , en því miður 14 hætt, þannig að það þarf að „bretta upp hendur¨ eins og maðurinn sagði. Alfreð Stykrársson kynnti gagnagrunnin sem hann hefur gert fyrir félagatal Umdæmissins fræbært framtak þar á ferð, og næsta verk hjá Internetnefnd að koma þessum grunni inn á umsýslukerfið til að hafa aðgengi fyrir klúbbana. Umræður voru nokkurar um tilvonandi Svæðaskiptingu og tóku nokkurir fundarmenn til máls en Umdæmisstjóri stefnir að þvi að hafa málið klárt fyrir næsta fund í apríl og Svæðaskiptingin verði afgreidd þá. Matthías fráfarandi umdæmisstjóri kom í pontu og veitti viðurkenningar til 5 Svæða  frá heimsskrifstofunni vegna framlags þessa svæða við Kiwanis foundation
en Ævar Breiðfjörð tengiliður KIF kom þessari beiðni á framfæri á síðasta ári, það voru síðan núverandi svæðisstjórar sem veittu viðurkenningunni viðtöku.Gylfi Ingvarsson talaði fyrir KEP verkefi og K-dag og kom fram í máli hans að ekki væri komið neitt enþá upp á borðið í sambandi við KEP en búið væri að óska eftir tillögum að nýju KEP verkefni, í sambandi við næsta K-dag þá væri undirbúningur í góðum málum.
Sigfús Svæðisstjóri Óðinssvæðis kom með tillögu frá norðanmönnum um að hluta söfnunarfjárs næsta K-dags komi til styrktar Lautarinnar á Akureyri en starfsemi þar er í þágu fólks með geðraskanir, og afhenti Sigfús Gylfa þessa tillögu,  sem sagði að þetta væri að fá svör áður en kallað væri eftir þeim. Þegar klukkan fór að slaga í tvö þakkað Óskar fundarmönnum fyrir góðann fund og sleit fundi.


Tómas Sveinsson