Umdæmisstjóri í heimsókn hjá Helgafelli

Umdæmisstjóri í heimsókn hjá Helgafelli

  • 05.02.2010

Umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson heimsótti okkur Helgafellsfélaga á félagsmálafund í gærkvöldi ásamt
Atla Þórssyni umdæmisféhirði. Góð mæting var á fundinn eða um 60 félagar sem hlýddu á Óskar kynna það helsta sem er í gangi hjá umdæminu og gang mála t.d eins og með hjálmaverkefnið K-daginn o.fl.

 
Góður rómur var gerður að erindi Óskars og
kom hann sínu vel til skila eins og honum einum er lagið. Atli Þórsson umdæmisféhirðir tók líka til máls og sagði
frá tengslum sínum við Eyjarnar en Atli er Eyjamaður að upplagi. Atli sagði skemmitlegar sögur frá uppvaxtarárum sínum
í Eyjum og talaði þar um persónum sem við flestir Eyjamenn könnumst við.
Þetta var hinn skemmtilegasti fundur og þökkum við Helgafellsfélagar kærlega fyrir þessa heimsókn.