Stjórnarskiptafundur hjá Heklunni

Stjórnarskiptafundur hjá Heklunni

  • 12.10.2010

Stjórnarskiptafundur hjá Heklunni var haldinn að Hótel Flúðum  laugardaginn 25. september s.l.
Þetta er í fimmta sinn sem klúbburinn heldur stjórnarskiptafund að Hótel Flúðum og eru sumir mættir á föstudegi en formleg mæting er á laugardegi og var þá farið í rútuferð um svæðið.
15 félagar mættu og 13 eiginkonur, þar af var svæðisstjórinn Ingólfur Friðgeirsson.
Forseti settifund og gaf skýrslu um starfsárið. Einnig afhendi hann í fyrsta sinn bikar fyrir velunnin störf í klúbbnum. Og fyrstur til að hljóta þennan bikar er Björn Pálsson fyrir störf í Hrafnistunefnd.
Þessi bikar er farandbikar og vonandi er hann hvatning til félaga til að leggja sig fram í störfum fyrir klúbbinn. Gefendur bikarsins eru Sigurður R. Pétursson og Axel Bender.
Svæðisstjóri Ingólfur Friðgeirsson sá síðan um að skipta um stjórn í klúbbnum.
Axel Bender  forseti
Guðmundur Oddgeir Indriðason kjörforseti.
Birgir Benediktsson ritari
Þorsteinn Sigurðsson vararitari
Gísli Guðmundsson féhirðir
Sigurður Pétursson fráfarandi forseti
Meðstjórnendur:
Ingólfur Friðgeirsson
Jón Gr. Guðmundsson
Björn Pálsson
Garðar Hinriksson
Að þessu loknu voru haldnar ræður og gamanmál. Til gamans má geta þess að það voru þrír stofnendur Heklunnar staddir á fundinum þeir Garðar Hinriksson, Eyjólfur Sigurðsson og Ólafur Karlsson.

 

Röðun manna á mynd talið frá vinstri.:

Ingólfur, Gísli, Axel forseti, Garðar, Þorsteinn, Guðni, Oddgeir og Birgir