Hlaut æðstu heiðursviðurkenningu Kiwanishreyfingarinnar

Hlaut æðstu heiðursviðurkenningu Kiwanishreyfingarinnar

  • 01.10.2010

Andrés K. Hjaltason hlaut í gær Hixon orðuna sem er æðsta heiðursviðurkenning Kiwanishreyfingarinnar. Orðan var afhent honum í gær í afmælisfagnaði Kiwanisklúbbsins Keilis.
Hixon orðan er veitt fyrir framúrskarandi vinnu við verkefni Kiwanishreyfingarinnar í hverju landi sem það á við. Orðan er kennd við Georg F. Hixon sem var upphafsmaður Kiwanishreyfingarinnar.
Andrés hefur starfað lengi innan Kiwanishreyfingarinnar og var m.a. umdæmisstjóri árin 2006 – 2007. Í 40 ára sögu Kiwanisklúbbsins Keilis hafa átta félagar hlotið Hixon orðuna en það eru þeir Árni Björgvinsson, Björn Samúelsson, Daniel Arason, Jakob Kristjánsson, Jónas M. Guðundsson, Karl Taylor, Sæmundur Pétursson og Ævar Guðmundsson.