Kiwanisklúbbarnir Hekla og Esja. Lambaréttardagur, herrakvöld.

Kiwanisklúbbarnir Hekla og Esja. Lambaréttardagur, herrakvöld.

  • 01.11.2010

Föstudagskvöldið 29. október héldu Kiwanisklúbbarnir Hekla og Esja svo kallaðan “Lambaréttardag” þetta er árlegur viðburður og þá hittast félagar og gestir þeirra og borða allt mögulegt sem lambið gefur af sér. Mættur voru 21 félagar og 82 gestur. Veislan hófst kl. 20:00 og lauk um miðnættið.
Forseti Heklunnar Axel Bender setti veisluna og bað síðan veislustjórann Freyr Eyjólfsson að taka við stjórninni og gerði hann kvöldið mjög eftirminnilegt.
Boðið var upp á listmunauppboð á málverkum og listmunum uppboðshaldari var Ástbjörn Egilsson félagi í Esju og gekk það mjög vel og allt seldist. Síðan var happadrætti og voru félagar og gestir mjög duglegir að kaupa miða og voru vinningar margskonar, rafmagnstæki, léttvínsflöskur, gjafapokar og körfur, frá ýmsum styrktaraðilum.
Ræðumaður kvöldsins var séra Pétur Þorsteinsson  prestur Óháða- safnaðarins.
Það var samdóma álit veislugest að kvöldið hafi verið einstaklega vel heppnað og safnaðist vel í styrktarsjóði klúbbana.