Stjórnarskiptafundur og Árshátíð Eldeyjar

Stjórnarskiptafundur og Árshátíð Eldeyjar

  • 19.10.2010

Þann 9. október síðastliðinn var haldin Stjórnarskiptafundur og Árshátið í Kiwanisklúbbnum Eldey. Hildisif Björgvinsdóttir svæðisstjóri Ægissvæðis og Bergþór Ingimundarsson kjörsvæðisstjóri aðstoðuðu við stjórnarskipti. Við þetta tækifæri voru teknir inn tveir nýjir félagar í klúbbinn og komu Hildisif og Bergþór að þeirri athöfn sömuleiðis.
Útlit er fyrir gjöfult og gott starf í klúbbnum í vetur, nýmunstraður forseti, Guðlaugur Kristjánsson hefur lagt upp með mjög metnaðarfulla dagsskrá í vetur og ætlunin er að hafa virkilega gaman í vetur.   Fleiri nýir félagar eru í farvatninu og útlit er fyrir að þrír nýjir félagar verði teknir inn á næsta fu ndi klúbbsins sem haldin verður 20. október næstkomandi.   Vonumst við til að sem flestir félagar láti sjá sig og ekki er úr vegi að taka með sér gesti.